Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) er í efsta sæti með 6 vinninga ásamt armenska stórmeistaranum Karen Movsziszian (2503) þegar ein umferð lifir af alþjóðlega mótinu í Sabadell. Í áttundu umferð gerði Guðmundur jafntefli við spænska stórmeistarann Miguel Munoz Pantoja (2457) og hefur okkar maður því aðeins tapað einu sinni í mótinu en það gerðist í annari umferð. Í lokaumferðinni sem hefst í dag kl. 15 hefur Guðmundur hvítt gegn spænska alþjóðlega meistaranum Javier Moreno Ruiz (2469).
- Chess-Results
- Heimasíða mótsins