Glæsileg jólaskákæfing fór fram í gær



Laugardaginn 7. desember var haldin síðasta skákæfingin á árinu 2013, sem jafnframt var hin eina og sanna Jólaskákæfing TR. Jólaskákæfingin hvert ár er alltaf skemmtilegur viðburður fyrir krakkana í TR, því þá er bæði hátíðleiki og leikur í gangi. Þetta er uppskeruhátíð haustannarinnar og krakkarnir fá viðurkenningu fyrir ástundun og árangur. Síðan er brugðið á leik í fjölskylduskákmóti, tónlistarflutningur á sinn sess, jólahressingin er gómsæt og svo má ekki gleyma happdrættinu!

 

Ekki er úr vegi að minnast aðeins á hvernig barna-og unglingaskákstarfið hefur farið fram á þessari önn, áður en jólaskákæfingunni er gerð góð skil.

 

Skákæfingarnar í TR hafa verið vel sóttar í vetur. Þrír flokkar hafa verið í gangi og hafa Daði Ómarsson og Torfi Leósson séð um þjálfun afrekshópsins á þriðjudögum og laugardögum.

 

Laugardagsæfingarnar fyrir 12 ára og yngri hafa verið í höndum Kjartans Maack og Torfa Leóssonar. Núverandi formaður TR Björn Jónsson hefur af miklum dug gefið út hvert skákheftið á fætur öðru sem hefur verið notað til þjálfunar á félagsæfingum TR á laugardögum. En einnig hafa afrekshópurinn og stelpuhópurinn unnið með skákheftin góðu.

 

Skákæfingar stúlkna/kvenna hafa dafnað vel í vetur og þátttaka aukist að miklum mun frá því í fyrra. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttur sér um þessar æfingar og er kominn góður kjarni duglegra stelpna sem sýna skákinni mikinn áhuga.

 

Bæði Björn og Sigurlaug eru svo umsjónarmenn á laugardagsæfingunum fyrir 12 ára og yngri auk skákþjálfaranna, enda eru flestar æfingarnar með um 30-40 þátttakendur! Ef tekið er tillit til heildarfjölda skákkrakka sem stunda skákæfingar á laugardögum í þremur skákhópum, þá eru þátttakendur yfirleitt vel yfir 50!

 

Jólaskákæfingin í dag var sameiginleg fyrir alla þrjá flokkana og var mjög góð þátttaka úr öllum hópum: afrekshópnum, laugardagsæfingahópnum og stelpuskákhópnum. Skemmtilegt var einnig hve margir fullorðnir fjölskyldumeðlimir tóku þátt í Fjölskylduskákmótinu! Þarna voru bæði mömmur, pabbar, afar og frændur. Við bíðum spennt eftir að fá ömmurnar og frænkurnar með á næstu árum! Jólasveinahúfur settu skemmtilegan svip á æfinguna. Alls voru þátttakendur 62, bæði börn og fullorðnir!

 

Fyrst á dagskrá á Jólaskákæfingunni voru tvö tónlistaratriði. Fyrst var það hin 7 ára gamla Vigdís Tinna Hákonardóttir úr stúlknahópnum sem spilaði eitt lag á blokkflautu. Hún var nýkomin af tónleikum og fór létt með að spila lagið aftur fyrir fullan skáksal í TR! Næst spilaði Mykhaylo Kravchuk, 10 ára gamall úr afrekshópnum, eitt lag eftir Beethoven á hljómborð. Hann var einnig nýkominn af tónleikum og gerði sér lítið fyrir og spilaði hugljúfa lagið Für Elise utan bókar fyrir alla þátttakendur í Fjölskylduskákmótinu. Bæði Vigdís Tinna og Mykhaylo hlutu mikið lófaklapp í lokin! Eftir tónlistaratriðin voru allir komnir í hugarró og gátu nýtt sér hana í taflmennskunni.

 

Fjölskylduskákmótið tók svo við, en það er tveggja manna liðakeppni. Krökkunum hafði verið boðið upp á að taka einhvern fjölskyldumeðlim með sér á jólaskákæfinguna og mynda lið. Flest allir komu með einhvern úr fjölskyldunni með sér. Þeir sem höfðu ekki einhvern úr fjölskyldunni með sér fengu einhvern annan “stakan” til að mynda lið með – ekkert mál!

 

Hvorki meira né minna en 31 lið tóku þátt, samtals 62 þátttakendur og liðanöfnin voru mjög svo frumleg og skemmtileg! Svo virtist sem nýir þjóðlegir “skákjólasveinar” hefðu litið dagsins ljós, eða hver gæti trúað öðru þegar “Peðasníkir og Mátþefur” voru skráðir í mótið. Ekki síður var skáktengingin flott í liðinu sem bar nafnið “Stúfur og leppunarlúðinn”!

 

Tefldar voru 5 umferðir með 5 mín. umhugsunartíma. Fóru leikar svo að í fyrsta sæti með 9 vinninga af 10 mögulegum urðu félagarnir úr afrekshópi TR, þeir 10 ára gömlu Mykhaylo Kravchuk og Vignir Vatnar Stefánsson. Þeir voru algjörir hákarlar í þessu móti, enda tefldu þeir undir nafninu Shark. Í 2. sæti með 8 vinninga urðu Stjörnurnar, en þar tefldu saman mæðginin Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna í skák og 6 ára gamall sonur hennar, Adam Omarsson. Í 3.-5. sæti urðu svo liðin Eldkóngarnir, GB og Rokkuðu hrókarnir! Þessi fimm lið fengu Hátíðarpoka Freyju í verðlaun. En úrslit urðu annars sem hér segir (ekki er fullt nafn hjá öllum þátttakendum og sums staðar vantar nöfnin):

 

1.     Shark (Mykhaylo Kravchuk og Vignir Vatnar Stefánsson) 9 v.

2.     Stjörnurnar (Adam Omarsson og Lenka Ptacnikova) 8 v.

3.     Eldkóngarnir (Sævar Halldórsson og Árni Böðvarsson) 7 v.

4.     GB (Guðmundur Agnar Bragason og Bragi Þór Thoroddsen) 7 v.

5.     Rokkuðu hrókarnir (Róbert Luu og frændi hans) 7 v.

6.     Tveir í skák (Kári Christian Bjarkarson og Stefán Steingrímur Bergsson) 6,5 v.

7.     Jólahrókarnir (Kristján Dagur Jónsson og Sagitha Rosanty) 6 v.

8.     Skák og Mát (Bárður Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson) 6 v.

9.     Stúfur og Leppunarlúðinn (Alexander Björnsson og Björn Jónsson) 6 v.

10.Riddararnir (Freyr Grímsson og Jónas afi) 6 v.

11.Herramennirnir (Smári Arnarson og Torfi Geir Jónsson) 6 v.

12.Fótboltapeðin (Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Kristján Halldórsson) 6 v.

13.Jólasnjór (vantar nöfn) 5,5 v.

14.Peðasníkir & Mátþefur (Stefán Gunnar Maack og Kjartan Maack) 5,5 v.

15.Riddari á kanti líkist fú… (vantar nöfn) 5,5 v.

16.Kóngurinn færður (Hilmar Kiernan og Þorsteinn Freygarðsson) 5 v.

17.HÁ og EMM (Hubert Jakubek og Mateusz Jakubek) 5 v.

18.Kastalinn (Iðunn Helgadóttir og Helgi) 5 v.

19.PALS (Guðni Viðar Friðriksson og Jónatan) 5 v.

20.Hvítu riddararnir (Stefán Geir og pabbi hans) 4,5 v.
21.Skytturnar þrjár (Alexander Már Bjarnþórsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Bjarnþór Bjarnason, afi) 4,5 v.
22. Hreindýrin (vantar nöfn) 4,5 v.
23. Kóngarnir (vantar nöfn) 4,5 v.
24.Drottningarnar (Sana Salah og vantar nafn) 4,5 v.
25.The two Muskateers (Flosi Thomas Lyons og vantar nafn) 3,5 v.
26.Klúbbur mörgæsanna (vantar nöfn) 3,5 v.

27.Jólastelpur (Vigdís Tinna Hákonardóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir og Þóra Bjarnadóttir, mamma) 3 v.
28.Mandarínurnar (Mir Salah og vantar nafn) 3 v.
29. Stúfur (Rakel Róbertsdóttir og Torfi Þór Róbertsson) 3 v.
30.K og M (Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir og Marsibil Þóra Ísfeld Hafsteinsdóttir ) 3 v.

31.Jólasveinarnir (Guðjón Ármann Jónsson og afi) 1 v.

 

 

Að þessari skemmtilegu liðakeppni lokinni fór fram verðlaunaafhending. Fyrst voru veitt verðlaun (medalíur) fyrir mætingu og árangur á laugardagsæfingunum á þessari önn. Eftir 11 laugardagsæfingar (10 skákæfingar + skákmótið Æskan og Ellin sem einnig gaf 1 mætingarstig) voru verðlaunahafar sem hér segir:

 

Verðlaun fyrir Ástundun eru veitt í þremur aldurshópum og einum stelpuhóp:

 

Aldursflokkur 6-7 ára, fædd 2006-2007, (1.-2. bekk)

1.     Alexander Björnsson, Freyr Grímsson, Adam Omarsson 11/11

2.     Kristján Sindri Kristjánsson, Úlfar Bragason 9/11

3.     Gabríel Sær Bjarnþórsson  7/11

 

Aldursflokkur 8-9 ára, fædd 2004-2005, (3.-4. bekk)

1.     Gunnar Andri Arnbjörnsson, Hubert Jakubek, Róbert Luu 10/11

2.     Björn Magnússon 9/11

3.     Kári Christian Bjarkarson, Mir Salah 8/11

 

Aldursflokkur 10-12 ára, fædd 2001-2003, (5.-7. bekk)
     1. Davíð Dimitry Indriðason, 11 /11

2. Ólafur Örn Olafsson 10/11

4.     Guðmundur Agnar Bragason 9/11

 

Skákæfingar stúlkna.

 

1. Vigdís Tinna Hákonardóttir 11 mætingarstig.

2. Marsibil Þóra Ísfeld Hafsteinsdóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 10 mætingarstig

3. Freyja Birkisdóttir, Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir 9   mætingarstig

 

Þrenn verðlaun eru  veitt fyrir samanlögð stig fyrir Ástundun og Árangur:

 

1. Guðmundur Agnar Bragason 31 stig

2. Ólafur Örn Olafsson 30 stig

3. Róbert Luu 29 stig

Og áfram héldu viðurkenningarnar. Björn Jónsson, formaður TR hafði útbúið falleg viðurkenningarskjöl fyrir þau sem höfðu tekið þátt í félagsæfingum TR á laugardögum svo og stelpuskákæfingunum. Viðurkenningarskjölin voru veitt þeim sem voru með yfir 50% mætingu á skákæfingarnar. Þetta voru 23 krakkar af félagsæfingunum og 8 af stelpuskákæfingunum. Ekki voru allir viðstaddir sem áttu að fá medalíu eða viðurkenningarskjal, en þetta verður allt geymt vel þar til við hittumst næst.

 

Því næst fór fram verðlaunaafhendingin fyrir Fjölskylduskákmótið og að lokum var happdrætti, dregið úr skráningarnúmerum liðanna. Í happdrætti voru þrír Freyju Hátíðarpokar og fimm bækur úr bókalager TR. Að þessu sinni var það bókin Hvernig ég varð heimsmeistari eftir Mikael Tal. Það voru því heilmargir sem fóru með happafeng heim eftir jólaskákæfinguna í dag!

 

Þá var bara jólahressingin eftir, sem var skemmtilegur lokapunktur á jólaskákæfingunni. Malt og appelsín, lagterta, piparkökur og ýmsar smákökur, allt átti þetta vel við á vel heppnaðri jólaæfingu.

 

Nokkrir foreldrar tóku til hendinni í jólahressingunni og hafi þau þökk fyrir það!

 

Skákstjórar voru Björn Jónsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Bæði tóku þau heilmargar myndir af skemmtilegri Jólaskákæfingu.

 

Verið velkomin á 1. laugardagsæfingu á nýju ári 11. janúar 2013

kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.

Skákæfing stelpna/kvenna kl. 12.30. Húsið opnar kl. 12.15.

  • Myndir

_____________________________________

Skákþjálfarar eru Torfi Leósson, Kjartan Maack. Umsjón með skákæfingunum hafa Björn Jónsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.
Veffang: https://taflfelag.is/