Geirþrúður unglinga- og stúlknameistari TR



Unglinga – og stúlknameistaramót T.R.var haldið í taflheimili félagsins í Faxafeni föstudagskvöldið 19. des. Mótið var opið öllum krökkum 15 ára og yngri.

Í hríðarbil og erfiðri færð lögðu nokkrir gallharðir skákkrakkar og skákunglingar leið sína á mótsstað og tefldu 7 umferða mót með 15 mín. umhugsunartíma. Mikil barátta fór fram á skákborðinu og mikil keppni um efstu sætin í mótinu. Enda var nokkuð jafnt þegar upp var staðið, en að lokum varð Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir hlutskörpust með 6 vinninga af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Páll Snædal Andrason með 5 1/2 v og í þriðja sæti, jafn Páli en lægri á stigum, varð Dagur Andri Friðgeirsson.

Geirþrúður sópaði að sér öllum bikurum sem í boði voru, því hún varð ekki einungis sigurvegari mótsins heldur einnig Unglingameistari T.R. og Stúlknameistari T.R. og hlaut fyrir það eignabikara og farandbikara í verðlaun. Hún varði þar með báða titlana frá því í fyrra. Heildarúrslit urðu sem hér segir:

  Unglinga – og stúlknameistaramót T.R.   1. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir  (T.R.) 6 v. af 7 2. Páll Snædal Andrason (T.R.) 5 1/2 v. 3. Dagur Andri Friðgeirsson (Fjölnir) 5 1/2 v. 4. Stefanía Bergljót Stefánsdóttir (T.R.) 4 1/2 v. 5. Birkir Karl Sigurðsson (T.R.) 4 v. 6. Hrund Haukdsóttir (Fjölnir) 3 v. 7. Hilmar Freyr Friðgeirsson 3 v. 8. Skúli Guðmundsson (T.R.) 2 1/2 v. 9. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (T.R.) 1 v.   Með sigri sínum í þessu móti hlýtur Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir titilinn Unglingameistari T.R. 2008   Stúlknameistaramót T.R. Veitt voru einnig verðlaun fyrir þrjár efstu stúlkur í sameiginlegu Unglinga – og stúlknameistaramóti T.R. Þær sem fengu verðlaun voru sem hér segir:   1. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir 6. v. sem þar með hlýtur titilinn Stúlknameistari T.R. 2008 2. Stefanía Bergljót Stefánsdóttir 4 1/2 v

3. Hrund Hauksdóttir 3. v.

  • Myndir frá mótinu

 

Skákstjóri var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir