14 skákmátar mættu til leiks á Þriðjudagsmót þann 7. desember og sátust að skák og mátuðu menn með látum. Gauti Páll Jónsson vann mótið nokkuð örugglega með fimm vinningum af fimm, en nú var prófað að fjölga um eina umferð og stytta tímamörkin úr 15/5 í 10/5. Þorsteinn Jakob Þorsteinsson var heldur stigalágur í atskák miðað við styrk og fékk fjóra vinninga, tapaði aðeins gegn Gauta. Hann náði bestum árangri miðað við stig og hlýtur því, ásamt Gauta, 3000 króna inneign í Skákbúðina.
Úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.
Næsta Þriðjudagsmót verður þann 14. desember klukkan 19:30 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Þann 21. desember verður síðasta þriðjudagsmót ársins. Íslandsmótið í atskák verður haldið í TR mánudags-og þriðjudagskvöldin 27. og 28. desember og þá fellur niður hefðbundið Þriðjudagsmót.