Það var heldur fámennt á þriðjudagsmóti þann 9. júlí en á sama tíma fór fram stórleikur í fótboltanum. Það lét þó ekki 15 manns stoppa sig frá að mæta í Taflfélagið! Efst með 4.5 vinning og innbyrðis jafntefli urðu þau Gauti Páll Jónsson og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir landsliðskona í skák. Gauti endaði með aðeins fleiri oddastig. Eiríkur Orri Guðmundsson náði bestum árangri í mótinu miðað við eigin stig.
Úrslit mótsins má sjá á chess-results.