Fyrsta Þriðjudagsmót haustsins: Vignir Vatnar öruggur sigurvegari



Vignir Vatnar Stefánsson gaf engin grið á fyrsta Þriðjudagsmóti TR þetta haust sem fram fór í fyrradag, frekar en á öðrum mótum undanfarið. Þátttakendur voru á annan tug en Vignir tryggði sér sigur með fullu húsi í síðustu umferð þegar andstæðingur hans, Aasef Alashtar, féll á tíma í vænlegri en vandtefldri stöðu. Aasef náði samt sem áður öðru sætinu, aðeins hærri á stigum en Jón Eggert Hallsson en báðir voru með þrjá vinninga. Aðrir keppendur í efri hlutanum voru duglegir við að reita hálfa eða heila punkta hver af öðrum og komust því ekki mjög nærri sigurvegaranum.

Lokastöðuna má sjá á Chess results.

Þriðjudagsmótin verða í viku hverri í vetur og hefjast kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tímamörk eru 15 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma og reiknast mótin til atskákstiga.

43w564536453