Fyrsta Live Þriðjudagsmótið á morgun!



Fyrsta Þriðjudagsmót sögunnar sem sýnt verður beint frá á netinu, verður á morgun! Efstu borðin verða bein útsendingarborð og mun Fide meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sjá um að skýra skákirnar.  Búast má við nokkuð sterku móti! Hlekkur á beinu útsendingum verður settur á skák.is og á Facebook síðuna íslenskir skákmenn.

Almenn auglýsing þriðjudagsmótanna:

Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björnsson og Gauti Páll Jónsson. Þátttökugjald er 500kr. en frítt er fyrir 17 ára og yngri.

Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).