Kæru skákvinir!
Í tilefni af hinum íslenska fullveldisdegi ætlar Taflfélag Reykjavíkur, eitt allra elsta starfandi íþróttafélag Reykjavíkur, að virkja vefsíðuna, allavega það sem af er ári. Það ætti að ganga þokkalega – enda bara einn mánuður eftir af árinu.
Helsta nýjungin á vefnum verður Mánuðurinn í Taflfélaginu en þá verður í byrjun mánaðar sagt frá því sem er framundan. Einnig verður samantekt á því sem var í gangi í liðnum mánuði.
Næstu tvær fréttir verða því…
Nóvember í Taflfélaginu – Hvað er að frétta?
og loks…
Desember í Taflfélaginu – Hvað er eiginlega framundan?
Þar verður hægt að fá góðar ábendingar um jólataflmennsku!
Hvað vilt þú sjá meira af á vefnum okkar? Endilega sendu ábendingar á taflfelag@taflfelag.is