Frikkinn 2015 fer fram á föstudagskvöld!



Frikkinn 2015  fer fram nú á föstudagskvöldið á fyrsta skemmtikvöldi ársins og hefst það kl. 20.00

Taflfélag Reykjavíkur bíður til veislu Friðriki Ólafssyni til heiðurs.  Tefldar verða stöður úr skákum afmælisbarns vikunnar og heiðursborgara Reykjavíkur.  Við hvetjum alla skákmenn til að heiðra Friðrik með þáttöku, og um leið gefst frábært tækifæri til að tefla stöður úr sumum af mögnuðustu skákum meistarans okkar.

Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:

  1. Tefldar verða stöður úr skákum Friðriks Ólafssonar

  2. Tefldar verða 12 skákir með 5 mínútna umhugsunartíma

  3. Keppendur tefla innbyrðis eina skák með hvítt og eina skák með svart. (2. skáka viðureign milli keppenda)

  4. Tvær stöður úr skákum Friðriks verða í boði í hverri viðureign.  Sá sem stýrir svörtu mönnunum í hvorri skák velur hvor staðan er tefld!  Hvítur á alltaf fyrsta leik í stöðunum.

  5. Stöðurnar geta bæði verið úr þekktum byrjunum eða þegar þeim sleppir.

  6. Gerð verða eitt eða tvö hlé til Billjardbarsferða meðan á mótinu stendur.

  7. Verðlaun:
    1.sæti 8000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
    2.sæti 5000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
    3.sæti 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga.

  8. Þátttaka á þetta sérstaka skemmtikvöld er ókeypis.

  9. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er að geta þess að áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.

  10. Sigurvegarinn hlítur nafnbótina Frikkinn 2015

Tekið skal fram að í vor verður haldin skemmtikvöldakóngakeppni þar sem Mórinn 2014,Karlöndin 2014, Úlfurinn 2014, Frikkinn 2015 og aðrir sigurvegarar skemmtikvöldanna munu mætast í uppgjöri þeirra bestu.

Verið velkomin!