Friðrik í 2.-4. sæti í Norðurlandamóti öldunga



Fyrsti stórmeistari Íslendinga, TR-ingurinn Friðrik Ólafsson, hafnaði í 2.-4. sæti í Norðurlandamóti öldunga sem fór fram í Borgundarhólmi dagana 7.-16. september.  Friðrik var stigahæstur 32 keppenda en auk hans tóku tveir aðrir stórmeistarar þátt, Daninn Jens Kristiansen og Finninn Heikki Westerinen.

Friðrik hlaut 6,5 vinning í níu skákum og varð jafn Áskeli Erni Kárasyni og Fide meistaranum Jörn Östergaard Sloth að vinningum.  Jens varð efstur með 7 vinninga.  Friðrik tapaði ekki skák í mótinu, vann fjórar og gerði fimm jafntefli.

Auk Friðriks og Áskels tók Sigurður Kristjánsson þátt í mótinu og hlaut 4 vinninga.

  • Heildarúrslit