Tekið af www.skak.is
Öllum skákum níundu og síðustu umferð Euwe-mótsins í Arnhem í Hollandi er nú lokið og ljóst að Friðrik Ólafsson hafnaði í 5.-8. sæti eftir jafntefli við Panno. Friðrik fékk 4 vinninga í 9 skákum, vann tvær skákir, gerði fjögur jafntefli og tapaði þremur skákum. Taflmennska Friðriks á mótinu var frískleg og vonandi að Friðrik láti hér ekki staðar numið heldur haldi áfram að tefla! Sigurvegari mótsins var hinn 25 ára Amon Simutowe frá Sambíu.
Lokastaðan:
1. AM Amon Simutome (2421), Sambía, 7,5 v.
2. SM Dibyendru Barua (2462), Indlandi 6,5 v.
3. FM Puchen Wang (2348), Nýja Sjálandi, 6 v.
4. SM Nona Gaprindasvili (2364), Georgíu, 5 v.
5.-8. SM Friðrik Ólafsson (2452) 4 v.
5.-8. AM Willy Hendriks (2420), Hollandi, 4 v.
5.-8. SM Oscar Panno (2457), Argentínu, 4 v.
5.-8. KSM Bianca Muhren (2334), Hollandi, 4 v.
9. AM Helgi Dam Ziska (2408), Færeyjum, 3,5 v.
10. Vincent Rothuis (2441), Hollandi, 0,5 v.