Friðrik Ólafsson teflir nú á Euwe-mótinu í Hollandi, ásamt ýmsum köppum, bæði reyndum og lítt reyndum. Friðrik tefldi í dag gegn Nonu Gaprindashvili, fyrrv. heimsmeistara kvenna. Leikar fóru svo, eins og sjá mátti í beinni útsendingu á netinu, að Friðrik mátti lúta í gras, eftir að riddari hans fór út á kant og varð þar fyrir hnjaski, eins og Bjarni Felixson hefði orðað það.
Næsta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 13.00 að staðartíma. Teflir Friðrik þá við kvenstórmeistarann Biöncu Muhren og hefur hvítt.