Laugardaginn 10. desember var haldin hin eina og sanna Jólaskákæfing TR. Jólaskákæfingin ár hvert er uppskeruhátíð haustannarinnar og krakkarnir bregða þá á leik með fjölskyldunni í skemmtilegri liðakeppni.
Jólaskákæfingin í dag var sameiginleg fyrir alla skákhópana sem hafa verið í gangi í haust, byrjendahópinn, stelpuhópinn, laugardagsæfingahópinn og afrekshópa A og B. Fjölskylduskákmótið, sem er tveggja manna liðakeppni, var fyrst á dagskrá. Krökkunum hafði verið boðið upp á að taka einhvern fjölskyldumeðlim með sér á jólaskákæfinguna og mynda lið.
Hvorki meira né minna en 33 lið tóku þátt, samtals 67 þátttakendur, og sýndu liðin mikið hugmyndaríki við nafnagiftina, eins og sjá má á þátttakendalistanum hér að neðan! Tefldar voru 5 umferðir með 5 mín. umhugsunartíma. Fóru leikar svo að í fyrsta sæti jöfn urðu liðin Easy win, easy life og Sharks með 9 vinninga af 10 mögulegum. Fimm fyrstu liðin fengu Hátíðarpoka Freyju í verðlaun. En úrslit urðu annars sem hér segir:
1.-2. Easy win, easy life, Bárður Örn og Björn Hólm, 9v.
1.-2. Sharks, Vignir Vatnar Stefánsson og Stefán Már Pétursson, 9v.
3. Stúfur og Kertasníkir, Adam Omarsson og Omar Salama, 7,5v.
4.-5. Möllersfeðgar, Tómas Möller og Agnar Tómas, 7v.
4.-5. Jólahrókarnir, Gylfi Már og Þórir Ben., 7v.
6.-9. Heilögu Ásarnir, Ásthildur Helgadóttir og Helgi Áss Grétarsson, 6v.
6.-9. Bestersen, Einar Tryggvi Petersen og Jakob Alexander Petersen, 6v.
6.-9. Stekkjastaur og Stúfur, Elsa Kristín Arnaldardóttir og Arnaldur Loftsson, 6v.
6.-9. Stubbarnir, Soffía Arndís og Haukur B, 6v.
10.-13. Stúfur og Leppunarlúðinn, Alexander Björnsson og Björn Jónsson, 5,5v.
10.-13. Gluggagægir og Grýla, Jósef Omarsson og Lenka Ptacnikova, 5,5v.
10.-13. Kethrókur, Kristján Orri Hugason og Hugi Ólafsson, 5,5v.
10.-13. Jólakóngarnir, Gabríel Sær og Alexander Már, 5,5v.
14.-23. Jólastúfarnir, Bjartur Þórisson og Benedikt Þórisson, 5v.
14.-23. Skákmeistararnir, Freyja Birkisdóttir og Bárður Guðmundsson, 5v.
14.-23. Mögnuðu Mandarínurnar, Iðunn Helgadóttir og Helgi Pétur, 5v.
14.-23. Álftamýri 56, Bergþóra H. Gunnarsdóttir, Gunnar Fr. Rúnarsson og Sigurður R. Gunnarsson, 5v.
14.-23. Drottningin óstöðvandi, Einar Dagur og Ingvar Wu, 5v.
14.-23. Lárún, Eyrún Lára Sigurjónsdóttir og Lárus H. Bjarnason, 5v.
14.-23. Mislitu biskuparnir, Emil Kári og Kristján Dagur, 5v.
14.-23. Galdraliðið, Einar Helgi og Ásgerður, 5v.
14.-23. Rayano, Rayan og Ammarr, 5v.
14.-23. Jólastuð, Anna Katarina og Jón, 5v.
24. Vinaliðið, Daníel Davíðsson og Annamaría Þorsteinsdóttir, 4,5v.
25.-28. Aðventuriddararnir, Hildur Birna Hermannsdóttir og Hermann Þór Geirsson, 4v.
25.-28. Yoda og jólasveinninn, Markús Hrafn og Skúli.
25.-28. Skáksveinarnir, Ásgeir Valur Kjartansson og Bjarki Dagur Arnarsson, 4v.
25.-28. 23Afl, Mikael Bjarki Heiðarsson og Jón Höskuldsson, 4v.
29. Villti, tryllti riddarinn, Matthías Guðni og Baldur
30.-31. DB8, Dagur Björn Arason og Ari Björnsson
33.-31. Pokémonarnir, Friðrik Ólafur Guðmundsson og Finnur Malmquist
32.-33. Taflliðið, Rigon og Róbert, 2v.
32.-33. Skákliðið, Victor og Dong, 2v.
Að þessari skemmtilegu liðakeppni lokinni fór fram verðlaunaafhending. Fyrst voru veitt verðlaun (medalíur) fyrir mætingu/ástundun á skákæfingunum á þessari önn í byrjendahópnum, stúlknahópnum og laugardagsæfingahópnum.
Í byrjendahópnum fengu eftirfarandi drengir verðlaun fyrir góða mætingu:
1. Anthony Gia Bao.
2. Daníel Davíðsson og Friðrik Ólafur Guðmundsson Briem.
3. Emil Kári Jónsson, Dagur Björn Arason, Stefán Darri Þorbjargarson og Hlynur Orri Ingólfsson.
Í stelpuhópnum fengu eftirfarandi stúlkur verðlaun fyrir góða mætingu:
Aldursflokkur 6-7 ára, fædd 2009-2010, (1.-2. bekk).
1. Sigurbjörg Birna Þórðardóttir.
2. Gerður Gígja Óttarsdóttir.
Aldursflokkur 8-9 ára, fædd 2007-2008, (3.-4. bekk).
1. Katrín María Jónsdóttir.
2. Iðunn Helgadóttir,Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Elsa Kristín Arnaldardóttir.
3. Anna Katarina Jónsdóttir.
Aldursflokkur 10-12 ára, fædd 2004-2006, (5.-7. bekk).
1. Ásthildur Helgadóttir.
2. Lísa Mímósa Mímisdóttir.
3. Esther Lind.
Í laugardagsæfingahópnum fengu eftirfarandi krakkar mætingarverðlaun:
1. Bjartur Þórisson, Benedikt Þórisson, Einar Tryggvi Petersen, og Einar Dagur Brynjarsson.
2. Ottó Bjarki Arnar.
3. Adam Omarsson og Jósef Omarsson, Freyja Birkisdóttir, Rayan Sharifa.
Því næst fór fram verðlaunaafhendingin fyrir Fjölskylduskákmótið og að lokum var happdrætti, dregið úr skráningarnúmerum liðanna. Í happdrætti voru þrír Freyju Hátíðarpokar og fimm bækur úr bókalager TR, þannig að 8 lið höfðu heppnina með sér! Þá var bara jólahressingin eftir, sem var skemmtilegur lokapunktur á jólaskákæfingunni. Malt og appelsín, piparkökur, súkkulaðibitakökur og vanilluhringir – allt átti þetta vel við á vel heppnaðri jólaæfingu.
Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Þórir Benediktsson og Kjartan Maack tóku myndir.
Skákæfingarnar hefjast að nýju á nýju ári laugardaginn 8. janúar 2017. Sjáumst þá! Gleðileg jól!
Pistill: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.