Febrúarmótaröð TR og TG hefst í kvöld með skákkvöldi TG í Miðgarði



Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélag Garðabæjar sameina krafta sína í febrúar þar sem regluleg mót félaganna breytast í mótaröð. Mótaröðin verður með svipuðu sniði og sl. maí þegar Dagur Ragnarsson varð hlutskarpastur.

Verðlaun verða veitt fyrir:

  • 1. sæti í mótaröð = 40.000 kr.
  • 2. sæti í mótaröð = 10.000 kr.
  • Besta mæting = 10.000

Oddastig í mótaröðinni verða flest 1. sæti, svo flest 2. sæti osfrv. Oddastig fyrir bestu mætingu eru stig í mótaröðinni.

8 bestu mótin gilda til stiga en í heildina verða 12 mót í mánuðinum:

 

Stigagjöf verður í Eurovisionformi – 12, 10, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1.