EM ungmenna: Vignir Vatnar í efsta sæti



Hinn tíu ára Vignir Vatnar Stefánsson er á góðu flugi í Svartfjallalandi þar sem Evrópumeistaramót ungmenna fer fram í bænum Budva.  Vignir hefur nú sigrað í þremur skákum í röð og er efstur með 4,5 vinning ásamt þremur öðrum keppendum að loknum fimm umferðum.

 

Í þriðju umferð vann Vignir azerskan skákmann og í fjórðu umferð, sem fór fram í dag, hafði hann betur gegn skákmanni frá Rússlandi.  Sjötta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 14 en þá tefla efstu fjórir sín í milli og mætir Vignir Azeranum Mahammad Muradli (1756).

 

Það er á brattan að sækja hjá Veroniku Steinunni Magnúsdóttur en hún er enn ekki komin á blað í flokki stúlkna 16 ára og yngri.  Veronika er með stigalægstu keppendunum í flokknum þannig að hún nær sér þarna í dýrmæta reynslu.  Í sjöttu umferð mætir Veronika belgískri stúlku með 1546 stig og vafalaust mun okkar stúlka mæta ákveðin til leiks.

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins
  • Skákir Vignis