EM ungmenna: Vignir með jafntefli í 2. umferð



Vignir Vatnar Stefánsson gerði í dag jafntefli við þýskan skákpilt með 1575 stig þegar önnur umferð í Evrópumeistaramóti ungmenna fór fram.  Á sama tíma beið Veronika Steinunn Magnúsdóttir lægri hlut gegn skákstúlku  frá Sviss með 1880 stig.  Vignir hefur 1,5 vinning en Veronika er ekki komin á blað.

 

Þriðja umferð fer fram á morgun og hefst kl. 14 að íslenskum tíma.  Þá stýrir Vignir Vatnar hvítu mönnunum gegn keppanda (1607) frá Eistlandi en Veronika Steinunn hefur svart gegn ísraelskum keppanda (1832).

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins