Elsa María sigraði á fimmtudagsmóti



Elsa María Kristínardóttir kom, sá og sigraði á fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur en hún fékk 9.5 vinning úr 11 umferðum. Í 2. sæti varð Kristján Örn Elíasson með 9 vinninga og í 3.-5. sæti urðu Þórir Benediktsson, Jóhannes Björn Lúðvíksson og Ólafur Kjaran Árnason með 8 vinninga. Tefldar voru 11 umferðir, allir við alla, þar sem hver keppandi hafði 5 mínútna umhugsunartíma.

 

Eina tapskák Elsu Maríu var gegn Jóhannesi Birni en jafnteflið gerði hún við Kristján Örn. Fyrir þá sem ekki þekkja til Jóhannesar Björns þá tefldi hann nokkuð hér áður fyrr en hann hefur verið búsettur í New York sl. 25 ár. Hann er kannski best þekkur fyrir að hafa skrifað bókina FALIÐ VALD sem var mjög umtöluð þegar hún kom út árið 1979. Í dag, 15. maí, er endurútgáfa af bókinni að koma í bókabúðir með nýjum inngangi og eftirmála. Jóhannes Björn verður gestur Egils, í Silfri Egils, á RÚV nk. sunnudag kl. 12:30. Slóðin á heimasíðu Jóhannesar þar sem nálgast má aðrar bækur og greinar eftir hann er: http://www.vald.org.

 

Lokastaðan:

 

  1   Elsa María Kristínardóttir,                9.5   44.00    9

  2   Kristján Örn Elíasson,                     9     40.25    8

 3-5  Þórir Benediktsson,                        8     38.50    8

      Jóhannes Björn Lúðvíksson,                 8     34.25    7

      Ólafur Kjaran Árnason,                     8     31.50    8

  6   Helgi Brynjarsson,                         6.5   24.00    6

  7   Brynjar Níelsson,                          5     15.00    5

  8   Finnur Kr. Finnsson,                       4      8.00    4

  9   Björgvin Kristbergsson,                    3.5   14.25    3

 10   Jón Áskell Þorbjarnarson,                  2.5    3.75    2

 11   Pétur Axel Pétursson,                      2      3.50    2

 12   Pétur Jóhannesson,                         0      0.00    0