Elín Nhung Hong Bui stúlknameistari Reykjavíkur



Sunnudaginn 10. maí fór fram Stúlknameistaramót Reykjavíkur. Mótið var haldið í Taflfélagi Reykjavíkur í Faxafeni.
Til stóð að tefldar yrðu 15 mínútna skákir, 7 umferðir með Monrad fyrirkomulagi. Einungis 10 stúlkur mættu til leiks, svo að mótshaldarar lögðu til að keppnisfyrirkomulagi yrði breytt, þannig að tefldar yrðu 10 mínútna skákir, allir tefli við alla. Keppendur samþykktu einróma þetta breytta keppnisfyrirkomulag.

Úrslit mótsins:

1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Hellir – Salaskóli – 1993 – 9 vinningar
2. Hildur Berglind Jóhannsdóttir – Hellir – Salaskóli – 1999 – 7 v
3. Elín Nhung Hong Bui – TR – Engjaskóli – 1996 – 6 v (+ 2 v í úrslitum)
4. Veroninka Steinunn Magnúsdóttir – TR – Melaskóli – 1998 – 6 v (+1 v í úrslitum)
5. Donika Kolica – TR – Hólabrekkuskóli – 1997 6 v (0 v í úrslitum)
6. Margrét Rún Sverrisdóttir – Hellir – Hólabrekkuskóli – 1997 – 4 v.
7. Emilía Johnsen – TR – Hólabrekkuskóli – 1997 – 3 v.
8. Gabríela Íris Frreira – TR – Hólabrekkuskóli – 1997 – 2 1/2 v.
9. Halldóra Freygarðsdóttir – TR – Árbæjarskóli – 2000 – 1 v.
10. Sólrún Elín Freygarðsdóttir – TR – Árbæjarskóli – 2000 – 1/2 v.

Systurnar Jóhanna Björg og Hildur Berglind unnu tvö efstu sætin með glæsibrag, en þar sem þær búa ekki í Reykjavík var ekki hægt að krýna þær sem stúlknameistara Reykjavíkur.  
Þær Elín, Veronika og Donika komu næstar í röðinni, allar jafnar með 6 vinninga. Var því teflt einvígi til þrautar, þar sem Elín vann af miklu öryggi. Veronika varð í öðru sæti og Donika í því þriðja.

 

 

Hér má skoða myndir frá mótinu.