Einar og Vignir efstir á Sumarsyrpu II



 

Helgina 19.-21. júlí fór fram annað mót Sumarsyrpu TR II sumarið 2024, en sumarsyrpan er haldin í tilefni af 10 ára afmæli bikarsyrpnanna. Sama fyrirkomulag og bikarsyrpurnar nema núna yfir sumartímann! 

 

Það var heldur fámennara en oft áður núna yfir hásumarið en það er allt í lagi. Þau áhugasömustu mæta til leiks og halda sér í góðri æfingu! Það er algjör óþarfi að missa dampinn í skákiðkun yfir sumarið! Eftir sjö umferða mót röðuðu sér þrír TR-ingar í þrjú efstu sætin. Efstur þeirra sem fengu 4.5 vinning, og lenti þar með í þriðja sæti, var Dagur Kári Steinsson. Einnig fengu Pétur Úlfar Ernisson (TR) og Jón Elías Óskarsson (Haukum) 4.5 vinning. Þeir Einar Helgi Dóruson og Vignir Óli Gunnlaugsson fengu 6 vinninga og varð Einar hærri á oddastigum. Efstar stúlkna urðu Halldóra Jónsdóttir (Breiðablik) og Margrét Kristín Einarsdóttir með 3.5 vinning, og Katrín Ósk Tómasdóttir (Haukum) með 3 vinninga. Fimm þátttakendur af 15 höfðu elo-stig í mótinu, en þau stigalausu komast nú nær því að fá sín fyrstu stig eftir að hafa teflt við þau!

 

Öll úrslit mótins má nálgast á chess-results

 

Við minnum á að þriðja og síðasta sumarsyrpan verður þriðju helgina í ágúst, dagana 16.-18. ágúst. Auglýsing og skráning í það mót birtist á taflfelag.is þegar nær dregur. 

 

Dagur Kári, Einar Helgi og Vignir Óli

Dagur Kári, Einar Helgi og Vignir Óli

 

Margrét Kristín, Halldóra og Katrín Ósk.

Margrét Kristín, Halldóra og Katrín Ósk.

20240721_16032020240721_16031020240721_16030020240721_16024920240721_16023820240721_160226