Davíð Kjartansson sigraði á Grand Prix-móti



Grand Prix mótaröð TR og Fjölnis í hraðskák var fram haldið í Skákhöllinni í Faxafeni á fimmtudagskvöldinu. Davíð Kjartansson tryggði sér efsta sætið með góðum sigri á Jóhanni H.Ragnarssyni í lokaumferðinni.Davíð leiðir samanlögðu stigakeppnina með nokkrum yfirburðum.

Lokastaðan í stigamótinu var eftirfarandi:                                                                                    

1..Davíð Kjartansson……….7.5 v

2..Jóhann H. Ragnarsson….7.0 v

3..Daði Ómarsson……………6.0 v

4..Óttar Felix Hauksson…….5.0 v

5..Matthías Pétursson……….4.5 v

6..Sigurlaug R.Friðþjófsd…..4.0 v

7..Stefanía Stefánsdóttir……2.0 v

8..Friðþjófur Max Karlsson..1.0 v

9..Páll Helgi Sigurðsson……0.0 v

 

Skákstjóri var Helgi Árnason og 5 tónlistarverðlaun voru veitt að venju,í boði 12 tóna,Geimsteins,Senu,Smekkleysu og Zonet.