Fidemeistarinn knái Dagur Ragnarsson fékk fullt hús vinninga á Þriðjudagsmótinu þann 13. desember síðastliðinn. Dagur tefldi örugglega og segja má að úrslitaumferðin hafi verið í þeirri fjórðu, þegar Dagur lagði Ólaf Thorsson af velli. Ólafur og Gauti Páll Jónsson voru næstir í röðinni með fjóra vinninga og Arnar Ingi Njarðarson með þrjá og hálfan. Dagur hlaut að verðlaunum 3000 króna inneign í Skákbúðina ásamt Tómasi Sindra Leóssyni (1132) með þrjá vinninga, en Tómas var með bestan árangur miðað við eigin stig. 22 skákmenn tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Þetta er annað skiptið sem Ingvar Þór Jóhannesson hélt utan um beinar útsendingar á meðan mótinu stóð, en skákir efstu sex borðana voru sýndar út live á lichess.
Öll úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.
Næsta Þriðjudagsmót er í kvöld, þann 20. desember og hefst stundvíslega klukkan 19:30. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12.