Dagur og Guðmundur fara á HM unglinga



Dagur Arngrímsson og Guðmundur Kjartansson munu fara á HM unglinga U-20 ára, en það mót fer fram í Armeníu í október. Þeir missa því bæði af EM félagsliða og Íslandsmóti skákfélaga af þessum sökum.

Til stóð að Guðmundur færi sem fulltrúi SÍ og Dagur síðan á eigin vegum, en eftir frábæran árangur Dags á mótum í Ungverjalandi í júlí, ákvað stjórn SÍ að senda hann einnig á vegum sambandsins.

Þetta var ákveðið á fundi SÍ 9. ágúst:

5. fundur stjórnar S.Í. fimmtudaginn 9. ágúst 2007 kl. 18.00 Mætt: Lilja, Sóley, Björn, Kristján, Hjördís, Páll, Óttar. 1.Namibía Ákveðið að senda Omar Salama sem fulltrúa S.Í. 2.HM – 20 ára og yngri Ákveðið að senda bæði Dag Arngrímsson og Guðmund Kjartansson. Þeir fara án fararstjóra en skoða á möguleika á undirbúningi þjálfara í gegnum netið á meðan á mótinu stendur. 3.Skákhornið. Samþykkt að á nýjum vef skak.is verði ekki krækja á Skákhornið. 6 greiddu atkvæði með tillögunni – 1 sat hjá. 4.Taflfélag Vestmannaeyja hefur tilkynnt áframhaldandi þátttöku í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga. Hjördís Birgisdóttir

Margt annað merkilegt kemur þarna fram, s.s. að staðfesting á því, að vísan á umræðuhorn skákmanna skuli ekki vera á www.skak.is, eins og forseti SÍ ræddi á Horninu í gær.