Hart var barist á fjölmennu og sterku Jólahraðskákmóti TR í gær – þó ekki um fyrsta sætið, því Daði Ómarsson var í fantaformi; búinn að tryggja sér sigur fyrir síðustu umferð og vann síðan mótið með fullu húsi. Því meiri var baráttan um annað sætið en sex voru jafnir með einn og hálfan vinning niður, þegar níunda og síðasta umferð hófst. Hlutskarpastur þar varð hinn ungi og bráðefnilegi Vignir Vatnar Stefánsson og skaut þar með mörgum hraðskákareynsluboltanum aftur fyrir sig eins og sjá má á meðfylgjandi lokaröð. Í 3. sæti varð svo Arnaldur Loftsson sem hafði betur í innbyrðis viðureign við bróður sinn Hrafn, í síðustu umferðinni.
1 Daði Ómarsson 9 2-3 Vignir Vatnar Stefánsson 6.5 Arnaldur Loftsson 6.5 4 Jóhann Ingvason 6 5-11 Hrafn Loftsson 5.5 Páll Andrason 5.5 Birkir Karl Sigurðsson 5.5 Örn Leó Jóhannsson 5.5 Guðmundur K. Lee 5.5 Vilhjálmur Pálmason 5.5 Kristján Örn Elíasson 5.5 12-15 Eggert Ísólfsson 5 Jon Olav Fivelstad 5 Jón Úlfljótsson 5 Gauti Páll Jónsson 5 16-17 Kristófer Ómarsson 4.5 Atli Jóhann Leósson 4.5 18-22 Elsa María Kristínardóttir 4 Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir 4 Leifur Þorsteinsson 4 Áslaug Kristinsdóttir 4 Hilmir Hrafnsson 4 23 Hilmir Freyr Heimisson 3.5 24-27 Donika Kolica 3 Björgvin Kristbergsson 3 Óskar Long Einarsson 3 Arnar Ingi Njarðarsson 3 28 Mikael Kravchuk 2.5 29 Pétur Jóhannesson 1.5 30 Bjarki Arnaldarsson 0
Myndir frá mótinu