Daði Ómarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti



Það kom að því að einhver stöðvaði sigurgöngu Gauta Páls á síðustu þriðjudagsmótum! Hann var vant við látinn þetta skiptið en Daði Ómarsson nældi sér í fjóra vinninga af fjórum mögulegum á mótinu þann 3. ágúst en 14 skákmenn mættu til leiks. Sá Daði einnig um mótshaldið af mikilli kostgæfni. Björgvin Víglundsson og Þorsteinn Magnússon fengu þrjá vinninga en þess má geta að Þorsteinn fékk 40 atskákstig upp úr krafsinu, sem verður að teljast ágætt í fjögurra umferða móti! Öll úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.

Næsta mót verður haldið þriðjudagskvöldið 7. september, í ljósi þess að Áskorendaflokkur, Borgarskákmótið og Reykjavík Open lenda ofan á í næstu vikum.