Næstkomandi laugardag kl. 11:00 – 12:15 hefjast skákæfingar fyrir byrjendur hjá Taflfélagi Reykjavíkur í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Um er að ræða nýja barnaæfingu sem ætluð er þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í skáklistinni.
Kennsluefni á þessum æfingum er eins og best verður á kosið og reyndist það afar vel á síðasta starfsári. Þjálfun og kennsla er í höndum þaulreyndra skákþjálfara sem allir hafa reynslu af starfi með börnum auk þess að vera sterkir skákmenn. Þeir krakkar sem ekki treysta sér til þess að taka beinan þátt á æfingunni eru velkomnir að koma á æfinguna og horfa á til að byrja með.
Byrjendaæfingarnar verða á hverjum laugardegi í vetur kl. 11:00 – 12:15. Hefðbundinn Laugardagsæfing fer einnig fram á hverjum laugardegi líkt og áður, klukkan 14:00 – 15:00. Félagsæfingar fyrir börn í TR eru svo haldnar strax í kjölfar Laugardagsæfinganna, eða klukkan 15:00 – 16:00.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur á laugardaginn!
- Laugardagsæfingar T.R.