Skákæfingarnar – Skákkennsla á öllum stigum fyrir börn og unglinga
Í áratugi hefur Taflfélag Reykjavíkur haldið metnaðarfullar skákæfingar fyrir börn og unglinga en margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar stunduðu æfingarnar á sínum yngri árum.
Þjálfun og kennsla á skákæfingum TR er í höndum þaulreyndra og sterkra skákmanna. Æfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum og er börnum velkomið að mæta og fylgjast með til að byrja með ef þau eru ekki tilbúin að taka beinan þátt strax.
Æfingarnar fara fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12.
Við vekjum athygli á að það er alltaf í boði að koma og prófa æfingu einu sinni frítt án skuldbindingar.
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir eða ábendingar, sendið okkur þá tölvupóst á taflfelag@taflfelag.is og við svörum um hæl. Við viljum gjarnan heyra frá ykkur.
-
Nánari upplýsingar og skráning
-
Allar æfingar á vorönn 2025 verða alltaf haldnar eftir auglýstri dagskrá nema annað komi sérstaklega fram