Boðsmót TR fer fram helgina 9.–11. maí í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.
Eins og venjan er, hefst mótið á föstudegi með fjórum umferðum af atskák og síðan eru tefldar þrjár kappskákir um helgina.
Keppnisfyrirkomulag:
-
Föstudagur 9. maí: 4 umferðir atskák (15+5)
-
Laugardagur 10. maí og sunnudagur 11. maí: 3 umferðir klassískar skákir (90 mín + 30 sek/leik)
Boðsmótið er opið öllum sem vilja taka þátt!
Dagskrá:
-
Föstudagur kl. 19:30 – atskákir, fjórar umferðir
-
Laugardagur kl. 11:00 – 5.umferð og fyrsta kappskákin
- Laugardagur kl. 17:00 – 6. umferð og kappskák númer tvö
-
Sunnudagur kl. 11:00 – 7. umferð og síðasta kappskákin
Þátttökugjöld og verðlaun:
Þátttökugjöld: 5000 kr.
3000 kr. fyrir 17 ára og yngri
Ókeypis fyrir GM/IM og TR-inga 17 ára og yngri
Verðlaunafé í mótinu:
- 20.000
- 15.000
- 10.000