Boðsmót TR – B-flokkur



Á svipuðum tíma og A-flokkur Boðsmótsins fer fram, verður teflt í B-flokki.  B-flokkur verður 8 manna lokaður flokkur sem opinn er fyrir alla skákmenn sem hafa 2100 skákstig eða meira (hvort heldur sem er íslensk eða alþjóðleg).  Sigurvegarinn í B-flokki hlýtur þátttökurétt í alþjóðlegum A-flokki að ári.  Tveimur skákmönnum verður boðið í B-flokk, en að öðru leyti stendur nú skráning yfir og er áhugasömum bent á að hafa samband við Torfa Leósson í torfi@taflfelag.is sem fyrst.  Fyrstir koma fyrstir fá!

 

Inntökuskilyrði í B-flokk (fyrir utan 2 boðssæti): Lágmark 2100 íslensk skákstig eða lágmark 2100 alþjóðleg skákstig.

Umhugsunartími 90 mín. og 30 sek. á leik.

Dagskrá:

1. umferð      sunnudag 23. september         kl.17.00

2. umferð      miðvikudag 26. september      kl.19.00

3. umferð      föstudag 28. september            kl.19.00

4. umferð      sunnudag 30. september         kl.17.00

5. umferð      mánudag 1. október                  kl.19.00

6. umferð      miðvikudag 3. október               kl.19.00

7. umferð      föstudag 5. október                     kl.19.00

 

Verðlaun:  Sigurvergarinn hlýtur þátttökurétt í alþjóðlegum A-flokki að ári.

Þátttökugjöld: 2.500 kr.

Skráning: Hjá Torfa Leóssyni í torfi@taflfelag.is.  Skráningu verður lokað þegar búið er að fylla flokkinn.  Fyrstir koma fyrstir fá!