Þegar tvær umferðir lifa af Skákmóti öðlinga er Björgvin Víglundsson (2185) einn efstur með 4,5 vinning en hann sigraði Siguringa Sigurjónsson (2021) í fimmtu umferð sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld. Óskar Long Einarsson (1671), Ingvar Þór Jóhannesson (2377) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2188) koma næstir með 4 vinninga. Óskar sigraði Lenku Ptacnikovu (2210) nokkuð óvænt með svörtu mönnunum, Ingvar Þór lagði Gunnar Kr. Gunnarsson (2115) og Þorvarður hafði betur gegn Vigfúsi Vigfússyni (1966). Öðlingamótið í ár er einnig Íslandsmót skákmanna 50 ára og eldri og er fyrrnefndur Björgvin efstur í baráttu þeirra en næstur honum með 3,5 vinning er Þór Valtýsson (1962).
Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld en athygli er vakin á því að lokaumferðin fer fram næstkomandi föstudagskvöld, 31. mars. Báðar umferðir hefjast venju samkvæmt kl. 1930. Í næstsíðustu umferð mætast m.a. Björgvin og Þorvarður, Óskar og Ingvar, sem og Gunnar og Siguringi. Þá verður athyglisverður bardagi á fjórða borði þar sem reynsluboltarnir, Ögmundur Kristinsson (2015) og Þór, leiða saman hesta sína.
Áhorfendur velkomnir – alltaf heitt á könnuni!