
Benedikt Þórisson er Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2019.
Einstaklega fjölmennt Barna- og unglinga- sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag, en samtals tóku 58 þátt. Gaman var að sjá þátttakendur víðsvegar að úr höfuðborgarsvæðinu, en góður hópur krakka mætti bæði frá Breiðablik og Fjölni.

Fjölmennt Barna- og unglingameistaramót TR.

Batel, Iðunn og Sara skipuðu þrjú efstu sætin í Stúlknaflokki.
Batel Goitom Haile vann allar skákirnar 7 talsins og varði þar með titil sinn sem Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur frá því í fyrra. Í öðru sæti varð Iðunn Helgadóttir með 6 vinninga og Sara Sólveig Lis varð í þriðja sæti með 5 vinninga.
Aldursflokkaverðlaun hlutu þessar:
f.2012: Emilía Embla B. Berglindardóttir
f.2011: Jóhanna Kristmundsdóttir
f.2010: Guðrún Fanney Briem
f.2008: Katrín María Jónsdóttir
f.2007: Batel Goitom Haile

Þrír efstu í Opnum flokki; Benedikt, Rayan og Óttar.
Þrír hlutu 5,5 vinning og voru þeir allir líklegir til sigurs í mótinu á einhverjum tímapunkti, en þetta voru þeir Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Ingvar Wu Skarphéðinsson og samkvæmt stigaútreikningi varð Rayan í 2. sæti og Óttar í því þriðja.
Aldursflokkasigurvegarar voru þessir:
f.2013: Birkir Hallmundarson
f.2012: Jón Louie Thoroddsen
f.2011: Josef Omarsson
f.2010: Kjartan Halldór Jónsson
f.2009: Bjartur Þórisson
f.2008: Tómas Möller
f.2007: Rayan Sharifa
f.2006: Benedikt Þórisson
f.2005: Árni Ólafsson
Opinn flokkur: http://chess-results.com/tnr488096.aspx?lan=1&art=1&rd=7
Stúlknaflokkur: http://chess-results.com/tnr488097.aspx?lan=1&art=1&rd=7
Um skákstjórn sáu Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir og Torfi Leósson
Invalid Displayed Gallery