Author Archives: Ingvar Þór Jóhannesson

Skemmtileg 2. umferð á Haustmótinu

HTR_24_4

Önnur umferð Haustmótsins fór í fram í gær, föstudagskvöld. Mikið var um sviptingar og vænlegar stöður skiptu um eigendur á fleiri en einu borði. Vindum okkur í skákirnar. A-flokkur Mikael Jóhann byrjaði vel í fyrstu umferð og virtist ætla að fylgja því eftir með góðri skák gegn Jóhanni Ragnarssyni í 2. umferð. Mikael fór að taka yfir eftir taktísk mistök ...

Lesa meira »

Haustmótið hafið!

HTR_John_Bartholomew

Hið sögufræga Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hófst í gærkvöldi. Mótið er fastur hluti af mótadagatalinu og að þessu sinni náðust tveir lokaðir flokkar, A og B flokkur auk opins flokks. Alls eru keppendur 48 talsins. Alþjóðlegi meistarinn John Bartholomew, vinsæll Youtuber og einn af stofnendum Chessable, var staddur á landinu og var fenginn til þess að leika fyrsta leikinn í A-flokki ...

Lesa meira »

Arnar sigurvegari á Árbæjarsafnsmótinu

Arbaejarsafn4

Stórmót Árbæjarsafnins og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í Kornhlöðunni sunnudaginn 1. september. Alls mættu 31 keppandi til leiks og af þeim voru 8 titilhafar. Starfsfólk safnins tóku vel á móti kepepndum með kökur og rjúkandi heitt á könnunni.TR sá um mótið með smá aðstoð við að raða upp frá þeim sem mættu snemma. Skákstjórinn fellur alltaf í sömu gildruna þegar ...

Lesa meira »

Hreyfill sigurvegari á Borgarskákmótinu 2024

Borgarskakmot4

Hið árlega Borgarskákmót fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, 19. ágúst. Mótið markar upphafið að dagskrá vetrarins ásamt Árbæjarsafnsmótinu. Alls tóku þátt 36 keppendur og af þeim 13 titilhafar, þannig að mótið var sterkt! Helgi Áss Grétarsson virðist kunna vel við sig í Ráðhúsinu enda varaborgarfulltrúi og því nánast á heimavelli. Helgi tefldi fyrir Hreyfil sem hefur stutt við ...

Lesa meira »

Pétur Eiríksson fyrrverandi formaður T.R. látinn

PeturEiriksson

Pétur Eiríksson, fyrrverandi formaður T.R. lést nú í ágústmánuði, 86 ára að aldri. Pétur var formaður Taflfélags Reykjavíkur 1965-66 og átti auk þess sæti í stjórn Skáksambands Íslands á tímabili. Nánari æviágrip Péturs er hægt að nálgast í grein á mbl.is hér. Taflfélag Reykjavíkur sendir fjölskyldu Péturs innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira »

Borgarskákmótið 2024 fer fram mánudaginn 19. ágúst – Skráning opin

Borgarskakm_2015-54

Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 19. ágúst, og hefst það kl. 15:30. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í ...

Lesa meira »