Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 3. mars kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að venju; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 4. mars. Tefldar verða 7 umferðir með ...
Lesa meira »Author Archives: Ingvar Þór Jóhannesson
Bárður varði Hraðskákmeistaratitil Reykjavíkur
Bárður Örn Birkisson kom á óvart og varði titil sinn sem Hraðskákmeistari Reykjavíkur á Hraðskákmóti Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Bárður skaut þar Vigni Vatnar Stefánssyni ref fyrir rass en hann náði sér engan veginn á strik á mótinu og komst ekki á pall. Enduðu leikar þannig að Bárður hlaut 8 vinninga af 9 eftir skemmtilega baráttu í lokin og Magnús Pálmi ...
Lesa meira »Hraðskákmót Reykjavíkur á sunnudaginn
Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 9. febrúar og hefst taflið kl.13:00. Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Ef fjöldi keppenda fer yfir 40 verða telfdar 11 skákir. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir ...
Lesa meira »Febrúarmótaröð TR og TG hefst í kvöld með skákkvöldi TG í Miðgarði
Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélag Garðabæjar sameina krafta sína í febrúar þar sem regluleg mót félaganna breytast í mótaröð. Mótaröðin verður með svipuðu sniði og sl. maí þegar Dagur Ragnarsson varð hlutskarpastur. Verðlaun verða veitt fyrir: 1. sæti í mótaröð = 40.000 kr. 2. sæti í mótaröð = 10.000 kr. Besta mæting = 10.000 Oddastig í mótaröðinni verða flest 1. sæti, svo flest ...
Lesa meira »Forseti Alþjóðlega Skáksambandsins heimsótti Taflfélagið
Í tilefni skákdagsins 26. janúar stoppaði forseti alþjóðlega skáksambandsins (FIDE), Arkady Dvorkovich, við á Íslandi. Tilefni heimsóknarinnar var að sjálfsögðu að votta Friðrik Ólafssyni virðingu skáksamfélagsins. Friðrik er níræður í dag og afrek hans á skáksviðinu þarf varla að kynna fyrir nokkrum. Friðrik var fyrsti stórmeistari Íslendinga, komst í fremstu röð á Áskorendamót og lagði fjölda Heimsmeistara á sínum glæsta ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur 2025 hefst 8. janúar – Skráning opin
Skákþing Reykjavíkur 2025 hefst miðvikudaginn 8. janúar kl. 18.30. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Titilinn Skákmeistari Reykjavíkur hlýtur sá aðili sem hefur lögheimili eða er skráður í félag sem er í Reykjavík. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra fyrir eða við ...
Lesa meira »Barna- og unglingaæfingar hjá byrjendaflokkum og framhaldsflokkum hefjst 4. janúar
Skákæfingar byrjendaflokks og framhaldsflokki I á vorönn 2025 hefjast laugardaginn 4. janúar og allar aðrar æfingar hefjast samkvæmt dagskrá í vikunni þar á eftir. Æfingarnar fylgja auglýstri dagskrá nema annað sé kynnt á heimasíðu TR, og á Facebookhópnum Taflfélag Reykjavíkur – Skákforeldrar. Skráning í gegnum Sportabler frestast aðeins en er væntanleg fljótlega. Vakni einhverjar spurningar má senda póst á taflfelag@taflfelag.is. Við vekjum athygli ...
Lesa meira »Örn Leó sigurvegari á Jólahraðskákmóti TR – Minningarmóti Ríkharðs Sveinssonar
Keppt var í fyrsta skipti um Ríkharðsbikarinn á Jólahraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem eftirleiðis verður haldið 28. desember og tileinkað Ríkharði Sveinssyni, Ríkharðsmótið! Mótið var einstaklega vel sótt, 98 keppendur mættu til leiks og hefði hæglega verið hægt að brjóta 100 keppenda múrinn en einhverjir forfölluðust því miður. Góður andi og keppnisgleði einkenndi daginn en þó var hart barist. Alls voru ...
Lesa meira »Jólahraðskákmót TR – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar á laugardaginn klukkan 14:00
Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2024 – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar, verður haldið laugardaginn 28. desember, á afmælisdegi Rikka, og hefst taflið klukkan 14:00. Stefnt er að skákhátíð í Faxafeninu, veitingar í boði og góður félagsskapur. Mótið í ár verður haldið til minningar um Ríkharð Sveinsson sem var formaður TR frá 1997-2001 og aftur frá 2019. Rikki var driffjöður í starfi Taflfélags Reykjavíkur ...
Lesa meira »Úrslit Jólaskákmóts Grunnskólasveita Reykjavíkur 2024
Sunnudaginn 8.desember fór fram Jólaskákmót Grunnskólasveita Reykjavíkur. Þetta mót sem er samstarfsverkefni Frístundasviðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur hefur verið haldið með einum eða öðrum hætti allt síðan 1983. Eins og síðustu ár var mótinu skipt í þrjá aldursflokka og var teflt frá morgni til kvölds. Í ár voru skráðar 34 sveitir til leiks. Teflt var í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur og fjöldi manns á ...
Lesa meira »Jólaskákmót Grunnskólasveita Reykjavíkur – 2024
Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fyrir árið 2024 verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 8. desember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar Reykjavíkurborgar ...
Lesa meira »Atskákmót Reykjavíkur 2024 *FRESTAÐ*
Mótinu hefur verið frestað og betri mótstími verður fundinn! ********************** Mótatilkynning eins og hún var: Atskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsakynum TR, Faxafeni 12, 9-10. desember næstkomandi. Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Atskákmót Reykjavíkur var lengst af haldið af Skákfélaginu Helli, síðar Huginn, en síðan ...
Lesa meira »Mikael Bjarki hlutskarpastur á U2000 móti TR – Dagur Ragnarsson tók Y2000
Síðastliðna sjö miðvikudaga hafa taflmennirnir verið hreyfðir á reitunum sextíu og fjórum á Undir og Yfir-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. Undir 2000 mótið er orðið nokkuð rótgróið í starfseminni en nýlega var farið að bæta Y2000 mótinu við og hefur þetta fyrirkomulag gefist vel! 44 skákmenn hófu leik í Undir-2000 mótinu en 15 hófu leik í Yfir-2000 mótinu. Mikael Bjarki Heiðarsson ...
Lesa meira »Undir og Yfir 2000 mótin hefjast í kvöld – Skráning U2000 til 18:15 – skráning Y2000 til 17:00
U2000 skráning til 18:15 á skákstað. Y2000 skráning til 17:00 og parað klukkutíma fyrir umferð. Hið árlega U2000 mót hefst næstkomandi miðvikudag. Fyrirkomulag verður hefðbundið, þátttökurétt hafa skákmenn undir 2000 elóstigum. Jafnhliða mótinu verður Yfir 2000 mót með sama fyrkomulagi. Fyrirkomulag mótanna: Undir 2000 mótið Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig, þ.e. allt frá 0 að ...
Lesa meira »Verðlaunahafar á Haustmóti TR – Benedikt skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur
Haustmóti TR lauk á dögunum en keppt var í lokuðum A- og B- flokkum auk opins flokks. Í A-flokki má segja að tvíburarnir hafi komið, séð og sigrað! Bárður Örn varð hlutskarpastur með 7,5 vinning og átti mjög þétt og gott mót og tvíburabróðir hans Björn Hólm tók annað sætið. Í þriðja sæti varð svo gamla kempan Sigurbjörn Björnsson sem ...
Lesa meira »Daði hraðskákmeistari TR
Miðvikudaginn 25. september fór fram Hraðskákmót T.R. Mótið ákvarðar hraðskákmeistara Taflfélags Reykjavíkur og jafnframt eru veitt verðlaun fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur. Hraðskákmótið sjálft vann Vignir Vatnar Stefánsson en hann hafði betur í stigaútreikningum með jafnmarga vinninga og Dagur Ragnarsson, 8 af 9. Benedikt Briem hrifsaði þriðja sætið en Daði Ómarsson varð hraðskákmeistari TR sem hæsti TR-ingurinn á mótinu.
Lesa meira »Skemmtileg 2. umferð á Haustmótinu
Önnur umferð Haustmótsins fór í fram í gær, föstudagskvöld. Mikið var um sviptingar og vænlegar stöður skiptu um eigendur á fleiri en einu borði. Vindum okkur í skákirnar. A-flokkur Mikael Jóhann byrjaði vel í fyrstu umferð og virtist ætla að fylgja því eftir með góðri skák gegn Jóhanni Ragnarssyni í 2. umferð. Mikael fór að taka yfir eftir taktísk mistök ...
Lesa meira »Haustmótið hafið!
Hið sögufræga Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hófst í gærkvöldi. Mótið er fastur hluti af mótadagatalinu og að þessu sinni náðust tveir lokaðir flokkar, A og B flokkur auk opins flokks. Alls eru keppendur 48 talsins. Alþjóðlegi meistarinn John Bartholomew, vinsæll Youtuber og einn af stofnendum Chessable, var staddur á landinu og var fenginn til þess að leika fyrsta leikinn í A-flokki ...
Lesa meira »Arnar sigurvegari á Árbæjarsafnsmótinu
Stórmót Árbæjarsafnins og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í Kornhlöðunni sunnudaginn 1. september. Alls mættu 31 keppandi til leiks og af þeim voru 8 titilhafar. Starfsfólk safnins tóku vel á móti kepepndum með kökur og rjúkandi heitt á könnunni.TR sá um mótið með smá aðstoð við að raða upp frá þeim sem mættu snemma. Skákstjórinn fellur alltaf í sömu gildruna þegar ...
Lesa meira »Hreyfill sigurvegari á Borgarskákmótinu 2024
Hið árlega Borgarskákmót fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, 19. ágúst. Mótið markar upphafið að dagskrá vetrarins ásamt Árbæjarsafnsmótinu. Alls tóku þátt 36 keppendur og af þeim 13 titilhafar, þannig að mótið var sterkt! Helgi Áss Grétarsson virðist kunna vel við sig í Ráðhúsinu enda varaborgarfulltrúi og því nánast á heimavelli. Helgi tefldi fyrir Hreyfil sem hefur stutt við ...
Lesa meira »