Author Archives: Gauti Páll Jónsson

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Minningargrein TR um Ríkharð Sveinsson

deildo_2023

Hér birtist minningargrein TR um Ríkharð Sveinsson sem birt var í Morgunblaðinu 3. janúar 2024.  Fallinn er frá Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, eftir skammvinn veikindi. Þegar fólk hugsar til Taflfélags Reykjavíkur, og starfsemi félagsins undanfarna áratugi, kemur nafn Ríkharðs Sveinssonar fljótt upp í hugann. Rikki byrjaði ungur að árum að sækja æfingar félagsins og hélt alltaf tryggð við félagið. ...

Lesa meira »

Desember í Taflfélaginu – Hvað er eiginlega framundan?

Í desember eru jól. Þess vegna er peðið á myndinni með jólasveinahúfu, en fréttin fjallar einmitt um skák í jólamánuðinum. Peð er taflmaður.

Í jólaösinni er gott að slappa örlítið af og skella sér á eitt skákmót eða tvö. Jafnvel tíu. Og hvar eru þessi skákmót? Jú auðvitað hjá okkur í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12. Vindum okkur í dagskrána 3. desember: Þriðjudagsmót kl. 19:30. Tefldar 5 atskákir. Opið öllum. 5. desember: Fimmtudagsmót kl. 19:30. Tefldar 10 hraðskákir. Opið öllum. 8. desember: Jólaskákmót grunnskóla ...

Lesa meira »

Nóvember í Taflfélaginu – Hvað er að frétta?

Séð yfir skáksalinn okkar í yngri flokkum stúlkna- og drengjameistaramóts TR. Mynd: Jökull Úlfarsson.

Það var nóg að gera í Taflfélaginu í nóvember. Skoðum hvað var að frétta!   Byrjum á samantekt á vikulegu mótunum okkar – flaggskipi TR! Haldin voru þrjú þriðjudagsmót og fjögur fimmtudagsmót í mánuðinum. Á þriðjudögum eru tefldar 5 atskákir og á fimmtudögum yfirleitt um 10 hraðskákir. Fimmtudagsmót 7. nóvember mættu 12 til leiks og Kristján Örn Elíasson hafði sigur ...

Lesa meira »

Fullveldiskveðja frá Taflfélagi Reykjavíkur – á að tefla um jólin?

islenskifaninn

Kæru skákvinir! Í tilefni af hinum íslenska fullveldisdegi ætlar Taflfélag Reykjavíkur, eitt allra elsta starfandi íþróttafélag Reykjavíkur, að virkja vefsíðuna, allavega það sem af er ári. Það ætti að ganga þokkalega – enda bara einn mánuður eftir af árinu. Helsta nýjungin á vefnum verður Mánuðurinn í Taflfélaginu en þá verður í byrjun mánaðar sagt frá því sem er framundan. Einnig ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld vegna atskákkeppni Taflfélaga!

þriðjudagur

Þriðjudagsmót TR fellur niður í kvöld vegna Atskákkeppni taflfélaga, en 6.-9. umferð mótsins fara fram klukkan 19:30 í kvöld. English: There will be no Rapid Tuesday tournament tonight because rounds 6.-9. in the rapid league will be played in the tournament hall.

Lesa meira »

Atskákkeppni Taflfélaga fer fram 4.-5. nóvember

þriðjudagur

Stuðst við tveggja kvölda dagskrá: Teflt er mánudagskvöldið 4. nóvember klukkan 19:30 og þriðjudagskvölið 5. nóvember klukkan 19:30. Þriðjudaginn 5. nóvember fellur hefðbundið þriðjudagsmót niður. Mótið fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á skákina ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR verður í kvöld klukkan 18:30!

þriðjudagur

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 miðvikudaginn 25. september kl. 18:30. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en 500kr fyrir 17 ára og yngri – greiðist með korti eða ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst á morgun – Skráningu í lokaða flokka lýkur kl. 22:00!

þriðjudagur

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2024 hefst miðviudaginn 4. september kl. 18:30. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Ingvar Wu Skarphéðinsson.   FYRIRKOMULAG: ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 1. september klukkan 14

arb

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 1. september. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og ...

Lesa meira »

Hilmir Freyr með fullt hús á þriðjudagsmóti!

HilmirHilversum

Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimsson lét sér ekki nægja að vinna síðasta fimmtudagsmót heldur vann hann núna þriðjudagsmótið með fullu húsi, fimm vinninga úr fimm skákum. Fjórir skákmenn fengu svo fjóra vinninga, þeir bræður Bárður Örn og Björn Hólm Birkissynir, Aasef Alashtar og Kristján Örn Elíasson. 31 skákmaður tók þátt í mótinu. Nokkrir keppenda voru að hita upp fyrir Evrópumót ...

Lesa meira »

Hilmir Freyr efstur á fimmtudagsmóti

pro-u8x3FdSc

Fimmtudagshraðskákmótin í TR eru heldur betur komin til þess að vera.  Mætingin hefur verið framar öllum vonum í sumar og vonumst við TR-ingar að áframhald verði á vexti þessara móta enda eru þau hröð, spennandi og skemmtileg.  Mótið var vel skipað og til marks um styrkleika mótsins,  þá voru meðalhraðskákstig sex efstu manna í mótinu 2170 stig. 25 skákmenn mættu ...

Lesa meira »

Kristján Örn og Roberto efstir á þriðjudagsmóti

Kristján Örn vann tvö kvölmót í nóvember. Hér er hann á milli Friðriks Ólafssonar og Jóhanns Hjartarsonar.

Kristján Örn Elíasson og Roberto Osorio Ferrer komu efstir í mark á þriðjudagsmótinu 7. ágúst með 4.5 vinning af 5. Kristján nálgast nú 2000 hraðskákstigin eins og óð fluga. Kristján var efstur á oddastigum og hlaut því sigurlaunin, inneign í Skákbúðina. Ricardo Jimenez var með bestan árangur miðað við eigin stig og fékk líka inneign í Skákbúðina. 24 skákmenn mættu til ...

Lesa meira »

Formaðurinn með fullt hús á þriðjudagsmóti!

Ingvar Þór Jóhannesson.

Á síðasta þriðjudagsmóti mættu 18 skákmenn til leiks. Eftir að hafa legið undir felld í nokkrar mínútur ákvað formaður TR, Ingvar Þór Jóhannesson, að taka þátt. Það reyndust vera gæfuspor því hann kom og sigraði með 5 vinningum af 5 mögulegum. Í öðru sætinu var svo fyrrum formaður TR, Gauti Páll Jónsson, sem eingöngu tapaði fyrir eftirmanni sínum. Stigaverðlaunin hlaut svo ...

Lesa meira »

Kristján Örn með fullt hús á Þriðjudagsmóti!

Kristján Örn vann tvö kvölmót í nóvember. Hér er hann á milli Friðriks Ólafssonar og Jóhanns Hjartarsonar.

24 keppendur tóku þátt á atskákmótinu á liðnum þriðjudegi. Við fengum tvo góða gesti frá Bandaríkjunum þá Luke og Andy en drengirnir stóðu sig með stakri príði. Það fór svo að Kristján Örn sigraði mótið með fullt hús stiga en til gamans má geta að hann lauk mótinu með með rating performance upp á rúm 2500 elo stig. Markús Orri ...

Lesa meira »

Einar og Vignir efstir á Sumarsyrpu II

Dagur Kári, Einar Helgi og Vignir Óli

  Helgina 19.-21. júlí fór fram annað mót Sumarsyrpu TR II sumarið 2024, en sumarsyrpan er haldin í tilefni af 10 ára afmæli bikarsyrpnanna. Sama fyrirkomulag og bikarsyrpurnar nema núna yfir sumartímann!    Það var heldur fámennara en oft áður núna yfir hásumarið en það er allt í lagi. Þau áhugasömustu mæta til leiks og halda sér í góðri æfingu! ...

Lesa meira »

Annað mót Sumarsyrpu TR hefst í dag!

BikarsyrpanBanner_generic

Sumarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur göngu sína sumarið 2024. Eru mótin með sama fyrirkomulagi og Bikarsyrpurnar, kappskákmót fyrir börn með minna en 1800 skákstig. Mótin fara fram þriðju helgi hvers sumarmánaðar, júní, júlí og ágúst. Bikarsyrpurnar hafa verið haldnar í 10 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem mót af því tagi eru haldin á sumrin í TR. Mótin verða: ...

Lesa meira »

Benedikt Briem efstur á fimmtudagsmóti

BenediktBriemEM

16 skákmenn mættu til leiks fimmtudaginn 11.júlí en þessi mót eru að festa sig í sessi og þau alltaf að verða fjölmennari.  Benedikt Briem stóð upp sem sigurvegari en hann hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum og hækkar um 97 skákstig sem er frábær árangur.  Í örðu sæti var Birki ísak Jóhannsson með 8.5 vinninga og í því þriðja var ...

Lesa meira »