Atskákmót öðlinga, 40 ára og eldri, hefst miðvikudaginn 17. nóvember kl. 19:30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissneska kerfinu, þrjár skákir á kvöldi með umhugsunartímanum 25 mínútum á skák.
Mótinu er svo framhaldið miðvikudagana 24. nóv og 1. des á sama tíma.
Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Þátttökugjald er kr. 2.000 (ljúffengt kaffi innifalið).
Núverandi atskákmeistari er Þorsteinn Þorsteinsson.
Skráning fer fram á heimasíðu T.R.
- Skráðir keppendur