Alexander Morozevich í TR!



Þá er komið að öðru skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur í vetur!  Föstudagskvöldið 26. september fer fram þemamót þar sem tefldar verða stöður úr skákum Alexanders Morozevich.  Þær eru oft á tíðum alls ekki fyrir hjartveika, og íslenskir pósameistarar gætu þurft að endurskoða plön sín.

Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:

  1. Tímamörk eru 3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
  2. Tefldar verða stöður úr skákum Morozevich.  
  3. Tefldar verða 12 skákir.
  4. Accelerated Swiss pairing.  Keppendur tefla innbyrðis eina skák með hvítt og eina skák með svart. (2. skáka viðureign milli keppenda)
  5. Tvær stöður úr skákum Moro verða í boði í hverri viðureign.  Sá sem stýrir svörtu mönnunum í hvorri skák velur hvor staðan er tefld!  Hvítur á alltaf fyrsta leik í stöðunum.
  6. Önnur af stöðunum sem hægt er að velja úr í hverri umferð verður gerð opinber á morgun, og keppendur geta því undirbúið sig og valið þá stöðu þegar þeir fá svart, ..eða ekki.
  7. Stöðurnar geta bæði verið úr þekktum byrjunum eða úr einhverju epísku Móra sulli.
  8. Gerð verða tvö hlé til Billjardbarsferða meðan á mótinu stendur.
  9. Verðlaun:
    1.sæti 8000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
    2.sæti 5000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
    3.sæti 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga.
  10. Þátttökugjald er 500 krónur
  11. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er að geta þess að áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.
  12. Sigurvegarinn hlítur nafnbótina Mórinn 2014
  13. Er óhappatala.  Tómt*

 

Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur hafa notið mikilla vinsælda og eru frábær skemmtun! Tilvalin upphitun fyrir úrslitin í hraðskákkeppni taflfélaga!

Verið velkomin.