Alexander Domalchuk Skákmeistari Reykjavíkur 2023



Alexander Domalchuk varð á dögunum Skákmeistari Reykjavíkur 2023. Alexander hlaut 7 vinn. af 9 mögulegum, jafnmarga og liðsfélagi sinn í T.R. Alexander Oliver Mai en Domalchuk var hærri á oddastigum og hlýtur því titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2023. Domalchuk getur þakkað liðsfélaga sínum Alexander Oliver fyrir, en hann gerði sér lítið fyrir og lagði stigahæsta keppanda mótsins, Vigni Vatnar í lokaumferðinni. Vignir varð þriðji ½ vinningi á eftir Alexander og Alexander, en jafnir honum urðu Benedikt Briem og Davíð Kjartansson.

Flokkaverðlaun hlutu: Davíð Kolka, Þorsteinn Jakob Thorsteinsson, Sigurður Freyr Jónatansson og Örvar Hólm Brynjarsson.

328862615_506635141649297_6841673083217714905_n
Domalchuk og Vignir Vatnar með verðlaunin sín, Alexander Oliver var fjarverandi

Skákstjórn var í höndum skákstjórateymisins: Ríkharðs Sveinssonar, Daða Ómarssonar og Jon Olav Fivelstad.

Birnukaffi var opið á meðan skákþinginu stóð við mikla lukku keppenda.