Æskan og Ellin – Skráning í fullum gangi!
Glæsileg peningaverðlaun – flugfarmiðar – eldsneytisúttektir – bækur – máltíðir
Skákmótið “Æskan og Ellin”, verður haldið í ellefta sinn laugardaginn 25. október nk. í Skákhöllinni í Faxafeni og heft kl. 13 – 9 umferðir /7min.
RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélagi Reykjavíkur og OLÍS – Olíuverslun Íslands hafa gert með sér stuðnings- og samstarfssamning um framkvæmd mótsins, til að auka veg þess og tryggja það í sessi til framtíðar.
ÆSIR hinn klúbbur eldri skákmanna leggur mótinu lið.
Fyrri mót af þessu tagi, þar sem kynslóðirnar mætast, hafa vakið verðskuldaða athygli, verið afar vel heppnuð og til mikillar ánægju fyrir alla þátttakendur, jafnt yngri sem eldri. Í fyrra var yfir 80 ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppandans.
Verðlaunasjóður mótsins er kr. 100.000 (50.000, 25.000, 15.000,10,000) auk þess sem veitt verða aldurflokkaverðlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga. Gjafabréf fyrir flugmiðum á fyrir sigurvegara í barna og unglingaflokkum, 9 ára og yngri; 19-12 ára og 13-15 ára. Úttektarkort fyrir eldsneyti hjá OLÍS fyrir efstu menn í 3 öldungaflokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri. Bókaverðlaun og fleira.
Þátttaka í mótinu er ókeypis og miðast við börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótið hefst kl. 13 og tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á skákina.
Skráning fer fram á www.skak.is og hér á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur www.taflfelag.is