Adam Omarsson varð efstur á fyrsta móti Bikarsyrpu TR sem fór fram nú um helgina. Sigur Adams var nokkuð öruggur en hann hlaut 6,5 vinning úr skákunum sjö en í öðru sæti með 6 vinninga varð Rayan Sharifa sem tapaði aðeins gegn Adam. Adam og Rayan koma báðir úr TR en sá síðarnefndi gekk til liðs við félagið á vordögum. Þriðji í mark með 5 vinninga kom Selfyssingurinn efnilegi, Sæþór Ingi Sæmundarson, og efst stúlkna varð TR-ingurinn Soffía Berndsen með 4,5 vinning.
Móthald fór vel fram og voru keppendur 28 talsins sem er prýðis þátttaka í fyrsta mótinu af þeim fimm mótum sem fara fram í vetur. Næsta mót syrpunnar verður haldið helgina 1.-3. nóvember. Takk fyrir þátttökuna og við hlökkum til að sjá ykkur aftur!