Skákkeppni vinnustaða fór fram í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur síðastliðið miðvikudagskvöld. Keppnin var hörð en toppbaráttan stóð fyrst og fremst á milli liða frá Actavis og Skákakademíunni sem mættust í úrslitaviðureign í lokaumferðinni. Fyrir viðureignina leiddi Skákakademían með hálfum vinningi og því þurfti lið Actavis að leggja allt í sölurnar. Svo fór að Actavis vann 2,5-0,5 sigur þar sem Björn Ívar Karlsson og Sigurbjörn Björnsson gerðu jafntefli. Með sigrinum tryggði lið Actavis sér því sigurinn í mótinu með 18,5 vinning en lið Skákakademíunnar kom næst með 17 vinninga. Lið Myllunnar hafnaði í þriðja sæti með 13 vinninga, hálfum vinningi meira en Landsbankinn sem kom næstur.
Sjö lið mættu til leiks og gekk mótahald vel með drengilegri baráttu. Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfæri þökkum til þeirra fyrirtækja sem sendu lið til leiks og vonast svo sannarlega til að sjá þau aftur að ári.
Lokastaðan
1 | Actavis 1, | 18,5v |
2 | Skákakademían, | 17,0 |
3 | Myllan, | 13,0 |
4 | Landsbankinn, | 12,5 |
5 | HR Tölvunarfræðideild, | 11,0 |
6.-7. | Actavis 2, | 6,0 |
CCP, | 6,0 |
Gullsveit Actavis: Sigurbjörn Björnsson, Sigurður Daði Sigfússon, Davíð Ólafsson
Silfursveit Skákakademíunnar: Björn Ívar Karlsson, Stefán Bergsson, Siguringi Sigurjónsson
Bronssveit Myllunnar: Þorvarður F. Ólafsson, Einar Valdimarsson, John Ontiveros
- Myndir