Æskan og Ellin fer fram á morgun laugardag



9_Aeskan_og_ellin

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í tólfta sinn laugardaginn 24. október í Skákhöllinni í Faxafeni.

Þetta er í þriðja sinn sem TAFLFÉLG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu með stuðningi OLÍS standa saman að mótshaldinu til að tryggja það að myndarlega sé að því staðið.

Fyrstu 9 árin var mótið verið haldið í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðar-kirkju, þar sem Riddarinn hefur aðsetur og eldri skákmenn hittast til tafls vikulega allan ársins hring.  Þessi mót – þar sem kynslóðirnar mætast – hafa jafnan verið fjölsótt jafnt af yngri sem eldri skákmönnum og velheppnuð. Yfir 80 ára aldursmunur hefur iðulega verið milli yngsta og elsta keppandans.

ae14__7_

Þátttaka í mótinu er ókeypis og miðast við börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótið hefst kl. 13 og tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.

Verðlaunasjóður mótsins  er kr. 50.000 auk veglegra bókaverðlauna, og þá verða veitt aldurflokkaverðlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga. Gjafabréf  fyrir flugmiðum á mót erlendis með Icelandair fyrir sigurvegara í barna og unglingaflokkum, 9 ára og yngri (f. 2006 og síðar); 10-12 ára (2003-2005) og 13-15 ára (2000-2002).  Úttektarkort fyrir eldsneyti hjá OLÍS fyrir efstu menn í 3 öldungaflokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri. Auk þess fær efsta stúlkan sem og yngsti og elsti keppandi mótsins heiðursverðlaun. Fagrir  verðlaunagripir og verðlaunapeningar verða í öllum flokkum auk bókaverðlauna ofl.

Myndarlegt vinningahappdrætti í mótslok.

Mótsnefnd skipa þeir Björn Jónsson, formaður TR, og Einar S. Einarsson, formaður Riddarans.

Hámarksfjöldi keppenda miðast við 100 og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst og mæta tímanlega á mótsstað.

Skráningarform

Fylgjast má með skráningu hér.