Arnar Milutin sigurvegari í febrúarmótaröð TR og TG



Arnar Milutin Heiðarsson sigraði á fimmtudagsmóti TR í gærkvöldi með fullu húsi og tryggði sér þar með sigur í febrúarmótaröð TR og TG. Arnar vann 3 mót af 12 og náði sér í 60 stig. Í öðru sæti varð Theódór Eiríksson með 55 stig en hann varð í 3 sæti í gær.

Arnar Ingi Njarðarson mætti á sitt 9. mót á mótaröðinni og tryggði sér þar með þátttökuverðlaunin en Arnar endaði líka í 3. sæti í mótaröðinni.

Í heildina tóku 77 skákmenn þátt í 12 mótum febrúarmótaraðar TR og TG. Arnar Milutin vann þrjú mót, Gauti Páll Jónsson 2 og 7 aðrir unnu eitt mót.

Þetta er annað árið í röð sem TR og TG slá saman reglulegum mótum sínum í mótaröð og er aldrei að vita nema það verði gert aftur á næsta ári.

TG fær bestu þakkir fyrir samstarfið og Harald Björnsson sérstaklega fyrir utanumhald stiga! Milli þess náði Harald að vinna eitt mótanna á mótaröðinni, fyrsta fimmtudagsmót TR í mánuðinum!