Úrslit Jólaskákmóts Grunnskólasveita Reykjavíkur 2024



Sunnudaginn 8.desember fór fram Jólaskákmót Grunnskólasveita Reykjavíkur. Þetta mót sem er samstarfsverkefni Frístundasviðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur hefur verið haldið með einum eða öðrum hætti allt síðan 1983. Eins og síðustu ár var mótinu skipt í þrjá aldursflokka og var teflt frá morgni til kvölds. Í ár voru skráðar 34 sveitir til leiks. Teflt var í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur og fjöldi manns á staðnum yfir daginn. Þetta mót er alltaf mjög skemmtileg byrjun á desember mánuðinum en á sama tíma krefjandi fyrir keppendur þar sem mikil keppni er um verðlaunasæti.

En vindum okkur þá að sjálfri keppninni.

1-3 flokkur

Í yngsta flokknum voru 11 skráðar  sveitir. Eftir sex umferðir var það Rimaskóli sem stóð einn efstur með 20,5 vinning eftir harða keppni við Melaskóla sem hlutu 18,5 vinning. Mjótt var á mununum hjá sömu sveitum árið áður en nú snerist röð sveitanna við!

20241208_110731

Þriðja sætið féll í hlut Ingunnarskóla með 14 vinninga. Efsta sveit stúlkna var síðan Stúlknasveit Rimaskóla.

1.sæti Rimaskóli A 20,5 vinningar

2.sæti Melaskóli 18,5 vinningar

3.sæti Ingunnarskóli 14 vinningar

20241208_110955

1-3. bekkur á chess-results

4-7 flokkur

Um hádegisbil hófst taflmennskan í 4-7 flokki.  Þar voru 18 lið skráð til leiks og var skáksalurinn í Faxafeninu nánast kominn að þolmörkum. Hér var einnig gífurlega hart barist allt fram á lokametra. Aftur var það A sveit Rimaskóla sem varð hlutskörpust en að þessu sinni eftir harða keppni við efnilegt lið Langholtsskóla.  Melaskóli var síðan í þriðja sæti og varð í leiðinni efsta stúlkna liðið.

1.sæti Rimaskóli A 20

Rimaskoli_Midstig

2.sæti Langholtsskóli 18,5

Langholtsskoli_midstig

3.sæti Melaskóli 16

KRskoli_midstig

Rimaskóli stúlknasveit hlaut stúlknaverðlaun og voru jafnframt í 4.sæti með 14 vinninga.

rima_eitthvad

4-7.bekkur á chess-results

8-10 flokkur

Í elsta flokknum var það Réttarholtsskóli sem varð hlutskarpastur með 13,5 vinning en sveitin varð í öðru sæti í fyrra. Skammt á hæla þeirra kom Laugalækjarskóli með 11 og svo stúlknasveit Rimaskóla í þriðja sæti og tóku jafnframt stúlknaverðlaunin. Vel gert hjá Rimaskóla sem náði að manna stúlknalið í öllum aldursflokkum!!

1. sæti Réttarholtskóli 13,5 vinningar

Retto_elsti

2. sæti Laugalækjarskóil 11 vinningar

Laugalaekja_elstyi

3. sæti Rimaskóli stúlknasveit 7 vinningar.

Rima_elstiflokkur_stulkna

 

Úrslit 8-10. bekks á chess-results

Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum skólum fyrir þátttöku og Reykjavíkurborg fyrir samstarfið og vonast til að sjá sem flest lið í vor á næsta ári þegar Reykjavíkurmót Grunnskólasveita verður haldið.