Jólahraðskákmót TR – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar



Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2024 – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar, verður haldið laugardaginn 28. desember, á afmælisdegi Rikka, og hefst taflið klukkan 14:00. Stefnt er að skákhátíð í Faxafeninu, veitingar í boði og góður félagsskapur.

Mótið í ár verður haldið til minningar um Ríkharð Sveinsson sem var formaður TR frá 1997-2001 og aftur frá 2019. Rikki var driffjöður í starfi Taflfélags Reykjavíkur til áratuga, virtur skákdómari og sterkur skákmaður. Hann lést eftir stutt veikindi í desember 2023. Hér er minningargrein Taflfélags Reykjavíkur sem birtist í Morgunblaðinu í janúar.

rikki_domari

Ein af uppáhaldsmyndum Rikka, skákstjóri þegar Kasparov og Carlsen mættust á NASA

Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (3+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Stefnt er að því að jólahraðskákmót TR fari fram þann 28. desember til frambúðar, og fær sigurvegari mótsins Ríkharðsbikarinn, farandbikar.

Skráning fer fram í gegnum hefðbundið skráningarform

Skráningarform 

Þegar skráðir 

Viðburðurinn er ekki eingöngu hugsaður fyrir þá sem ætla að tefla.  Hægt verður að líta við og grípa í tafl í sal Skákskólans, leysa þrautir, spjalla í sófanum eða bara líta við í góða stemmingu í Faxafeninu.  Í sal Skákskólans verður boðið upp á kaffi og veitingar, opið á milli TR og SÍ. Fjölmennum í Faxafenið og minnumst Rikka í góðra vina hópi! 

Þátttökugjald í skákmótið er kr.1.000.- Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. 

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, glæsilegar bækur frá bókaforlaginu Bjarti & Veröld. Einnig verða útdráttarverðlaun fyrir heppna þátttakendur. 

Sigurvegari Jólahraðskákmótsins 2023 var Hilmir Freyr Heimsson.

Jólashraðskákmót TR er eitt af elstu skákmótum á vegum TR, haldið síðan 1961.

Fyrri sigurvegarar