Hreyfill sigurvegari á Borgarskákmótinu 2024



Hið árlega Borgarskákmót fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, 19. ágúst. Mótið markar upphafið að dagskrá vetrarins ásamt Árbæjarsafnsmótinu. Alls tóku þátt 36 keppendur og af þeim 13 titilhafar, þannig að mótið var sterkt! Helgi Áss Grétarsson virðist kunna vel við sig í Ráðhúsinu enda varaborgarfulltrúi og því nánast á heimavelli. Helgi tefldi fyrir Hreyfil sem hefur stutt við þetta mót um árabil og var þetta annað árið í röð sem Helgi er hlutskarpastur.

Keppnin var jöfn og spennandi framan af, titilhafarnir byrjuðu flestir vel en stigahæsti maður mótsins, Hilmir Freyr Heimisson (Gæðabakstur) varð að lúta í dúk í 3. umferð gegn Erni Leó Jóhannssyni (Zephyr Iceland)og nýtti stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (Hreyfill) sér það og var ásamt Arnari Gunnarssyni (Kleopatra Tours) efstur með fullt hús eftir 4 umferðir.

Nokkuð líklegt var að skák þeirra Helga og Arnars í fjórðu umferð væri úrslitaskák. Fór svo að Helgi hafði betur eftir mikla baráttu. Arnar vann peð en staðan var þó flókin og ákvað Arnar að fórna skiptamun til að ná sér í fleiri peð. Helgi komst úr flækjunum og í endatafl þar sem hrókur hans réði lögum og lofum á borðinu. Tók hrókur Helga fast gjald, einn vinning fyrir skákina, alveg eins og Hreyfill tekur fyrir túra til Keflavíkur!

Keppendur náðu ekki að fylgja Helga eftir og þegar Arnar tapaði í lokaumferðinni gegn Róbert Lagerman (GA Smíðajárn) var ljóst að Helgi mátti tapa sinni skák en hann gerði það ekki og samdi og endaði með 6,5 af 7. Róbert “stal” öðru sætinu með því að gefa sig ekki eins og gott stál!

Eins og áður sagði var þetta annað árið í röð sem Helgi er hlutskarpastur en hann vann einmitt líka með 6,5 vinning í fyrra þegar hann tefldi fyrir Síldarvinnsluna. Róbert tók annað sætið en svo komu allmargir jafnir í 3. sætinu.

Efstu menn Borgarskákmótsins. Frá vinstri: Róbert Lagerman 2. sæti, Helgi Áss Grétarsson 1. sæti, Ingvar Þór Jóhannesson formaður T.R.

Úrslit mótsins:

RöðTitillNafnFEDStigFyrirtækiVinningarOddastig
1GMHelgi Áss GrétarssonISL2363Hreyfill6,530,5
2FMRobert LagermanISL2128GA Smíðajárn5,527
3IMArnar GunnarssonISL2359Kleopatra Tours529
4IMHilmir Freyr HeimissonISL2401Gæðabakstur528
5Björn Hólm BirkissonISL2169Hvalur hf528
6IMDagur RagnarssonISL2272ÍTR528
7FMSímon ÞórhallssonISL2200Skáksamband Íslands527
8FMAndri Áss GrétarssonISL2150Verkalýðsfélagið Hlíf4,526,5
9Benedikt ÞórissonISL2002Kaupf. Skagfirðinga4,524
10CMBárður Örn BirkissonISL2174Sjóvá426
11FMÖrn Leó JóhannssonISL2270Zephyr Iceland425,5
12Bragi HalldórssonISL2087Síldarvinnslan425
13WGMLenka PtacnikovaISL1956Jöfur Atvinnuhúsnæði423
14Jóhann IngvasonISL1975Colas423
15CMGunnar Freyr RúnarssonISL2070VignirVatnar.is422,5
16Markús Orri ÓskarssonISL1928Verkís421,5
17FMSigurbjörn BjörnssonISL2235Grillhúsið3,524,5
18Jóhanna Björg JóhannsdóttirISL1962Kvika Eignastýring3,522,5
19WFMHallgerður Helga ÞorsteinsdóttirISL1999Landsbankinn3,522,5
20Iðunn HelgadóttirISL1764Hlöllabátar3,521
21Helgi HaukssonISL1700Reykjavíkurborg3,520,5
22Theódór EiríkssonISL1736KFC322
23Þorsteinn Jakob ÞorsteinssonISL1852Taflfélag Reykjavíkur321,5
24Guðrún Fanney BriemISL1802Tímaritið Skák320
25Ólafur KristjánssonISL1952Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins319
26Dagur SverrissonISL1438Chess After Dark317,5
27Harald BjörnssonISL1780Suzuki-bílar2,523,5
28Kristján Örn ElíassonISL1969Góa2,522,5
29Tómas Sindri LeóssonISL1630Bjartur & Veröld2,518,5
30Katrín TómasdóttirISL0Thai Matstofan2,517
31Björgvin KristbergssonISL1419Mjólkusamsalan2,516
32Þorlákur MagnússonISL1844Samhentir221,5
33Erlingur ArnarssonISL1579Starfsmannaf. Reykjavíkurborgar219,5
34Kjartan Berg RútssonISL1633Ís-spor218,5
35Sverrir GuðmundssonISL0Brim116,5
36Pétur JóhannessonISL0Skóla- og frístundasvið Rvk016

Mótið er eins og fyrri ár haldið af Taflfélagi Reykjavíkur og er um leið fjáröflunarmót fyrir félagið. Keppendur tefla fyrir fyrirtæki sem styðja við bakið á félaginu. Borgarskákmótið hefur verið haldið síðan Reykjavík fagnaði 200 ára kaupstaðaréttinda árið 1986 og mun þetta hafa verið í 38. skipti sem mótið var haldið en mótið féll niður 2021 v. Covid. Skákstjórar voru Ingvar Þór Jóhannesson og Daði Ómarsson. Taflfélagið þakkar öllum sem tóku þátt og styrktu félagið og hafa gert í gegnum árin!

Myndir frá mótinu: