Josef og Iðunn Unglinga- og Stúlknameistarar Taflfélags Reykjavíkur.



Það vantaði ekki nýliðunina á Barna- unglinga og stúlknameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur í dag, en einir 10 krakkar tóku þá þátt í sínu fyrsta skákmóti.

Hafa krakkarnir verið dugleg að sækja skákæfingar TR í haust og var nú svo komið að þeim að taka þátt í skákmóti, sem þau gerðu með miklum sóma, enda var það mál manna að sjaldan hefði verið eins mikil ró á skákstað og tíminn nýttur eins vel!

Það voru hinsvegar öllu reynslumeiri skákkrakkar sem fóru með sigur af hólmi.

Í stúlknaflokki vann Iðunn Helgadóttir allar sínar skákir og tefldi heilt yfir af miklu öryggi. Sigur Iðunnar þyrfti ekki að koma svo mjög á óvart, þegar litið er til þess að hún varði þar með titil sinn frá í fyrra og er þess utan þrefaldur Stúlknameistari Reykjavíkur. En með sigrinum í dag, varð Iðunn Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur 2022.

unglTR22_1

Aldursflokkasigurvegarar urðu:

2007: Iðunn Helgadóttir

2008: Katrín María Jónsdóttir

2010: Nikola Klimoszewska

2011: Bjarney Ásta Olsen

2012: Emilía Embla B. Berglindardóttir

Nánari úrslit eru hér: http://chess-results.com/tnr699222.aspx?lan=1&art=4

ungl_tr22_3

Í opnum flokki vannst einnig sigur með fullu húsi, en það var Jósef Omarsson sem bar þann sigur úr býtum. Þó Jósef sé aðeins 11 ára gamall, var hann samt reynslumestur við skákborðið af keppendum í dag og virtist heilt yfir tefla eins og sá sem valdið hefur, ef undan er skilin síðasta skákin gegn Einari Helga, en þar þurfti Jósef að flétta mátnet úr erfiðri stöðu. Jósef er þar með Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2022.

unglTR22_2

Aldursflokkasigurvegarar urðu:

2007: Pétur Alex Guðjónsson

2009: Einar Helgi Dóruson

2010: Ýmir Nói Jóhannesson

2011: Jósef Omarsson

2012: Jón Louie Thoroddsen

2013: Sigurður Erik Hafstein

2014: Hjörtur Einarsson Kvaran

2015: Pétur Úlfar Ernisson

2016: Birgir Páll Guðnason

Nánari úrslit eru hér: http://chess-results.com/tnr699221.aspx?lan=1

Skákstjórar voru Ulker Gasanova og Torfi Leósson.

Að lokum vill TR þakka öllum keppendum og aðstandendum fyrir góða keppni og góða framkomu.