Helgina 22-24. október fór fram fyrsta mótið í Bikarsyrpu mótaraðar Taflfélags Reykjavíkur. Þessi keppni hefur verið einn helsti stökkpallur fyrir marga krakka sem eru ný byrjuð að tefla lengri skákir.
Nokkrir voru að taka sín fyrstu skref við að skrifa skákir en einnig voru reynsluboltar sem létu sig ekki vanta. Þó mátti sjá áhrifa frá Evrópumóti einstaklinga og vetrafrí í grunnskólum sem bæði höfðu áhrif á mætingu. Þrátt fyrir það voru 19 hressir krakkar mættir til að taka þátt.
Eins og venjulega voru tefldar sjö skákir með 30 mínútna + 30 sekúndur á leik. Þessar skákir eru skilgreindar sem kappskákir og þess vegna hægt að fá skákstig á þessum mótum.
Eftir sjö skákir stóð Markús Orri einn efstur með 6 vinninga. Leyfði hann aðeins tvö jafntefli gegn Örvari Hólm og Oliver Kovacik. Í 2-3 sæti urðu síðan Mikael Bjarki og Þorsteinn Jakob sem báðir fengu 5 vinninga hvor en Mikael var hærri á stigum.
- Markús Orri Jóhannsson 6.0/7.0
2-3 Mikael Bjarki Heiðarsson 5.0/7.0
2-3 Þorsteinn Jakob Þorsteinsson 5.0/7.0
Í stúlknaflokki varð Þórhildur Helgadóttir efst með 4.5 vinning og aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Katrín María var einnig stutt á eftir með 4 vinninga. Halldóra Jónsdóttir stóð sig einnig vel og fékk 3.5 vinninga á sínu fyrsta kappskákmóti
- Þórhildur Helgadóttir 4.5/7.0
2. Katrín María Jónsdóttir 4.0/7.0
3. Halldóra Jónsdóttir 3.5/7.0
Efst Tr-inga urðu Matthías Kári og Katrín María með 4.0 vinninga
Næsta Bikarsyrpa (II) verður haldin helgina 10-12 desember.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Fleiri myndir eru á facebook síðunni Taflfélag Reykjavíkur – Skákforeldrar