Haraldur Haraldsson er Skákmeistari öðlinga 2019



Skákmeistari öðlinga 2019 Haraldur Haraldsson stýrir hér svörtu mönnunum gegn nafna sínum Baldurssyni í 6. umferð Öðlingamótsins.

Skákmeistari öðlinga 2019 Haraldur Haraldsson stýrir hér svörtu mönnunum gegn nafna sínum Baldurssyni í 6. umferð Öðlingamótsins.

Haraldur Haraldsson (1969) sigraði á Öðlingamóti TR og er því Skákmeistari öðlinga 2019. Haraldur gerði jafntefli við Jóhann Ingvason (2175) í lokaumferðinni sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld og varð einn efstur með 5,5 vinning. Jafnir í 2.-3. sæti með 5 vinninga urðu Haraldur Baldursson (1944), sem sigraði Lenku Ptacnikovu (2187) í lokaumferðinni,  og fyrrnefndur Jóhann en annað sætið fellur í skaut Haraldar sem varð ofar á mótsstigum. Fjórir keppendur komu næstir með 4,5 vinning. Keppendur í mótinu voru 25 talsins og skákstjórn var í höndum Ólafs S. Ásgrímssonar.

Verðlaunaafhending fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld, strax að loknu Hraðskákmóti öðlinga sem hefst kl. 19.30. Öll úrslit ásamt lokastöðu og skákum mótsins er að finna á Chess-Results.

odl19