Sjötta umferð Evrópumeistaramóts ungmenna fór fram í dag í Budva, Svartfjallalandi. Veronika Steinunn Magnúsdóttir, sem teflir í flokki stúlkna sextán ára og yngri, vann sigur á belgískum keppanda og hefur 1 vinning. Mikilvægur sigur hjá Veroniku og gott fyrir sjálfstraustið að komast á blað.
Vignir Vatnar Stefánsson, sem er í toppbaráttunni í flokki keppenda tíu ára og yngri, beið hins vegar lægri hlut fyrir azerskum keppanda og hefur 4,5 vinning í 6.-15. sæti. Á morgun mætir Veronika norskri stúlku en Vignir pólskum dreng. Sjöunda umferðin hefst kl. 14 að íslenskum tíma.
- Chess-Results
- Heimasíða mótsins
- Skákir Vignis
- Skákir Veroniku