110 ára afmælismót Taflfélags Reykjavíkur – Haustmótið 2010 hefst sunnudaginn 26. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt.
Mótið er öllum opið.
Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru góð verðlaun í boði í öllum flokkum. Alls verða tefldar 9 skákir í hverjum flokki. Lokuðu flokkarnir eru skipaðir tíu keppendum hver þar sem allir tefla við alla, en í opna flokknum er tefldar níu umferðir eftir svissnesku kerfi.
Skráning fer fram á heimasíðu T.R., https://taflfelag.is/
Hægt er að fylgjast með skráningu hér.
Athygli er vakin á því að skráningu í alla lokaða flokka lýkur laugardaginn 25. september kl. 18.
Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Sigurður Daði Sigfússon.
Dagskrá:
1. umferð: Sunnudag 26. september kl.14.00
2. umferð: Miðvikudag 29. september kl.19.30
3. umferð: Föstudag 1. október kl.19.30
4. umferð: Sunnudag 3. október kl.14.00
5. umferð: Mánudag 4. október kl.19.30
—Hlé vegna afmælisboðs T.R. og íslandsmóts skákfélaga—
6. umferð: Miðvikudag 13. október kl.19.30
7. umferð: Föstudag 15. október kl.19.30
8. umferð: Sunnudag 17. október kl. 14.00
9. umferð: Miðvikudag 20. október. kl.19.30
Verðlaun í A-flokki:
1. sæti kr. 180.000
2. sæti kr. 90.000
3. sæti kr. 40.000
4. og 5. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2011
Verðlaun í B-flokki:
1. sæti kr. 25.000
2. sæti kr. 10.000
3. sæti kr. 5.000
4. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2011
Verðlaun í C-flokki:
1. sæti kr. 15.000
2. og 3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2011
Verðlaun í opnum flokki:
1. sæti kr. 10.000
2. og 3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2011
Bætist við fleiri flokkar verða verðlaun í þeim þau sömu og í C-flokki.
Að auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér þátttökurétt í næsta styrkleikaflokki að ári liðnu.
Tímamörk:
1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.
Þátttökugjöld:
3.000 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (3.500 kr. fyrir aðra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.000 kr. fyrir aðra).