Það var góður hópur krakka sem mætti á laugardagsæfinguna síðustu. Þema dagsins var veiki reiturinn á f7 og f2, eða sá reitur sem kóngurinn valdar einn í byrjun skákar. Mát á þessum reitum var nokkuð “vinsælt” á þessari æfingu, svo Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari og skákþjálfari, varði tíma í að sýna fram á að hægt er að koma í veg fyrir þetta mát. Og svo er bara að sjá hvort “heimaskítsmátið”
verði sjaldgæfara þegar nær dregur að jólum!
Því næst voru tefldar 5 umferðir eftir Monradkerfi, þar sem hver keppandi fékk 8 mínútur á skák. Vert er að geta þess við forráðamenn og skákkrakkana að skákklukkan er á þessu stigi málsins aðallega notuð sem hjálpartæki til að halda skákæfingunni innan tímarammans. Því skulu krakkarnir ekki taka því of alvarlega þó þau tapi skákum af því að þau falli á tíma, heldur einbeita sér að því að TEFLA og æfa sig í leiðinni að ÝTA á klukkuna. Með meiri æfingu lærir maður síðan að nota tímann betur!
Úrslit urðu eftirfarandi:
- 1. Vilhjálmur Þórhallsson 5 vinninga af 5
- 2. Kveldúlfur Kjartansson 4 vinninga
- 3.-4. Figgi Truong, Kristmann Þorsteinsson og Þorsteinn Freygarðsson 3 vinninga
Þau sem tóku einnig þátt og fá mætingarstig eru: Elvar P. Kjartansson, Guðni Stefánsson, Halldóra Freygarðsdóttir, Kristján Gabríel Þórhallsson, María Ösp Ómarsdóttir, Sólrún Elín Freyarðsdóttir og Tinna Glóey Kjartansdóttir.
Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.
Stigin standa núna eftir sjö laugardagsæfingar
- 1. Vilhjálmur Þórhallsson 20 stig
- 2. Mariam Dalia Ómarsdóttir 10 stig
- 3. Figgi Truong 9 stig
- 4.-5. Stefanía Stefánsdóttir, Þorsteinn Freygarðsson 7 stig
-
6. María Ösp Ómarsdóttir 6 stig
7-9. Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Jósef Ómarsson, Ólafur Örn Olafsson, , 5 stig
10-16. Eiríkur Örn Brynjarsson, Friðrik Þjálfi Stefánsson, Guðni Stefánsson, Samar e Zahida, Kristófer Þór Pétursson, Hróðný Rún Hölludóttir, Kveldúlfur Kjartansson 4 stig
17-18. Maria Zahida, Kristmann Þorsteinsson 3 stig
19-25. Yngvi Stefánsson, Elvar P. Kjartansson, Halldóra Freygarðsdóttir, Kristín Viktoría Magnúsdóttir, Jóhann Markús Chun, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Tinna Glóey Kjartansdóttir 2 stig
26-34. Angantýr Máni Gautason, Bjarni Þór Lúðvíksson, Daði Sigursveinn Harðarson, Eiríkur Elí Eiríksson, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Kristján Gabríel Þórhallsson, Markús Máni, Tayo Örn Norðfjörð, Þórhallur Þrastarson 1 stig
Umsjónarmenn voru Elín Guðjónsdóttir og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.
Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16!