Unglingameistaramót Reykjavíkur fór fram í Skákhöllinni í Faxafeni sl. laugardag. Átján keppendur voru skráðir til leiks og voru tefldar sjö umfeðir eftir Monrad-kerfi með 15 mínúta umhugsunartíma á skák.
Keppnin var jöfn. Fóru leikar svo að Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Dagur Andri Friðgeirsson urðu jöfn í efsta sætinu og munu tefla til úrslita um Unglingameistaratitilinn nk. fimmtudagskvöld kl 19:45 í Skákhöllinni.
Þriðja sætið hreppti Hörður Aron Hauksson. Jöfn Herði Aroni að vinningum, en lægri á stigum, urðu þau Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og Birkir Karl Sigurðsson.